Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 09:19 Hollendingarnir Cody Gakpo og Virgil Van Dijk fagna hér marki Liverpool í sigrinum á Real Madrid i vikunni. Með þeim eru liðsfélagar þar á meðal Mo Salah. Getty/ James Gill Hollendingurinn Arne Slot fær alvöru próf sem knattspyrnustjóri Liverpool í dag þegar særðir Manchester City menn mæta á Anfield í raun að berjast fyrir lífi sínu í titilbaráttunni. Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti