„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 09:05 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lék við hvurn fingur í nótt enda telst hún einn helsti sigurvegari kosninganna. Hún virðist með öll spil á hendi. Egill segir kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið en hvað vill Inga? vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira