„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 09:05 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lék við hvurn fingur í nótt enda telst hún einn helsti sigurvegari kosninganna. Hún virðist með öll spil á hendi. Egill segir kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið en hvað vill Inga? vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira