„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 09:05 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lék við hvurn fingur í nótt enda telst hún einn helsti sigurvegari kosninganna. Hún virðist með öll spil á hendi. Egill segir kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið en hvað vill Inga? vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira