Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:00 Luka Dukic er með risa húðflúr á brjóstkassanum af bróður sínum Lazar sem drukknaði á síðustu heimsleikum í CrossFit. @luka.djukic Það óhætt að segja að syrgjandi bróðir Lazars Djukic sé ekki sáttur við þær ákvarðanir sem eru teknar hjá CrossFit þessa dagana. CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic) CrossFit Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic)
CrossFit Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira