Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins, en það var í eina skiptið sem gestirnir höfðu forystu. Eyjamenn leiddu mest með fjórum mörkum í fyrri hálfleik, en höfðu aðeins eins marks forystu í hálfleik, staðan 18-17.
Eyjaliðið hóf seinni hálfleikinn hins vegar af miklum krafti og náði snemma fimm marka forskoti. Mest náði liðið sjö marka forskoti, sem varð munurinn á liðunum þegar laiknum lauk, lokatölur 34-27.
ÍBV situr nú í sjötta sæti Olís-deildar karla með 13 stig eftir 12 leiki, þremur stigum minna en Valur sem situr í þriðja sæti.