„Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2024 09:15 Sanna Magdalena Mörtudóttir á kjörstað í Vesturbæjarskóla í morgun. Vísir/Anton Brink Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum, greiddi atkvæði í Vesturbæjarskóla á slaginu níu í morgun, þar sem hún var fyrst til að kjósa. Í samtali við fréttastofu sagðist Sanna vongóð fyrir daginn. Hún sagðist ánægð með alla þá sem hafa komið að framboði Sósíalistaflokksins undanfarin misseri. „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk og ég er bjartsýn og ánægð með baráttuna,“ sagði Sanna. Sanna sagðist hafa fundið mikinn meðbyr undanfarna daga og vísaði hún sérstaklega til könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá því í gær, þar sem Sósíalistar mældust með 6,1 prósent fylgi. „Hvert einasta atkvæði skiptir máli og ég hef fundið fyrir miklum meðbyr,“ sagði Sanna. Þá sagði hún undanfarnar vikur hafa verið mjög skemmtilegar. Kosningavaka Sósíalistaflokksins er í Vorstjörnunni að Bolholti 6 og segir Sanna að þar hafi verið mikill gestagangur undanfarið. „Ég hlakka mjög mikið til að fagna með félögum.“ Sanna sagði að það hefði verið gott að geta farið yfir fleiri málaflokka í þessari stuttu kosningabaráttu. Nefndi hún að lítið hefði verið fjallað um geðheilbrigðismál, fíkn, femínisma og annað sem hefði þurft að ræða mun betur. Þá hvatti Sanna fólk til að nýta kosningarétt sinn. „Ef við viljum hafa öflugan vinstri flokk á þingi, þá er mjög mikilvægt að velja og treysta Sósíalistum. Við höfum einmitt sýnt fram á að við getum breytt hlutum. Það verður að breyta hlutum.“ Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
„Við verðum að fá öflugan vinstri flokk og ég er bjartsýn og ánægð með baráttuna,“ sagði Sanna. Sanna sagðist hafa fundið mikinn meðbyr undanfarna daga og vísaði hún sérstaklega til könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá því í gær, þar sem Sósíalistar mældust með 6,1 prósent fylgi. „Hvert einasta atkvæði skiptir máli og ég hef fundið fyrir miklum meðbyr,“ sagði Sanna. Þá sagði hún undanfarnar vikur hafa verið mjög skemmtilegar. Kosningavaka Sósíalistaflokksins er í Vorstjörnunni að Bolholti 6 og segir Sanna að þar hafi verið mikill gestagangur undanfarið. „Ég hlakka mjög mikið til að fagna með félögum.“ Sanna sagði að það hefði verið gott að geta farið yfir fleiri málaflokka í þessari stuttu kosningabaráttu. Nefndi hún að lítið hefði verið fjallað um geðheilbrigðismál, fíkn, femínisma og annað sem hefði þurft að ræða mun betur. Þá hvatti Sanna fólk til að nýta kosningarétt sinn. „Ef við viljum hafa öflugan vinstri flokk á þingi, þá er mjög mikilvægt að velja og treysta Sósíalistum. Við höfum einmitt sýnt fram á að við getum breytt hlutum. Það verður að breyta hlutum.“
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira