Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 11:03 Pep Guardiola hefur gert Manchester City að enskum meisturum á fjórum tímabilum í röð. Núna á liðið á hættu að missa Liverpool ellefu stigum frá sér en geta líka minnkað forskotið í fimm stig. Getty/Alex Livesey Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur aldrei áður á stjóraferlinum upplifað jafnslæmt gengi eins og hjá City liðinu síðustu vikur. Næst á dagskrá er síðan leikur á móti toppliðinu og að koma í veg fyrir að missa Liverpool ellefu stigum frá sér. Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira