Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 23:00 Ibrahima Konaté meiddist í hné þegar hinn brasilíski Endrick braut á honum á miðvikudaginn. Getty/Chris Brunskill Liverpool og Manchester City mætast í sannkölluðum risaleik á sunnudag í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nú er orðið ljóst að einn af fastamönnum í byrjunarliði Liverpool verður frá keppni næstu vikurnar. Miðvörðurinn Ibrahima Konaté staðfesti í dag að hann yrði frá keppni á næstunni vegna meiðsla, en hann meiddist í hné í sigrinum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, eftir brot Endricks. Ibrahima Konaté is reportedly set to miss 5-6 weeks through an injury picked up against Real Madrid.The centre-back has the best aerial duel win rate (82.4%) in Europe's top five leagues this season. A big miss 🤕 pic.twitter.com/ePrUMK6itU— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2024 Arne Slot hefur treyst á Konaté með Virgil van Dijk í miðri vörn Liverpool í öllum deildarleikjum tímabilsins, eftir að hafa skipt Konaté inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Ipswich í fyrstu umferð. Það kemur í hlut Jarell Quansah, sem hóf fyrsta deildarleik tímabilsins en fékk bara að spila 45 mínútur, eða Joe Gomez að fylla í skarðið fyrir Konaté gegn Englandsmeisturunum á sunnudaginn. The Guardian segir mögulegt að Conor Bradley missi einnig af leiknum við City, eftir frábæra frammistöðu gegn Real, vegna meiðsla í læri í þeim leik. Trent Alexander-Arnold er hins vegar klár í slaginn. Óvíst er hve lengi Konaté verður frá keppni en ljóst er að það verða nokkrar vikur og það á mjög annasömum tíma hjá Liverpool. Liðið leikur níu leiki í desember. Frakkinn er hins vegar staðráðinn í að snúa aftur sem fyrst. „Núna hefst endurhæfingarferlið en ég get lofað því að ég mun snúa aftur og verða á ný besta útgáfan af sjálfum mér,“ skrifaði Konaté á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @ibrahimakonate Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Miðvörðurinn Ibrahima Konaté staðfesti í dag að hann yrði frá keppni á næstunni vegna meiðsla, en hann meiddist í hné í sigrinum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, eftir brot Endricks. Ibrahima Konaté is reportedly set to miss 5-6 weeks through an injury picked up against Real Madrid.The centre-back has the best aerial duel win rate (82.4%) in Europe's top five leagues this season. A big miss 🤕 pic.twitter.com/ePrUMK6itU— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2024 Arne Slot hefur treyst á Konaté með Virgil van Dijk í miðri vörn Liverpool í öllum deildarleikjum tímabilsins, eftir að hafa skipt Konaté inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Ipswich í fyrstu umferð. Það kemur í hlut Jarell Quansah, sem hóf fyrsta deildarleik tímabilsins en fékk bara að spila 45 mínútur, eða Joe Gomez að fylla í skarðið fyrir Konaté gegn Englandsmeisturunum á sunnudaginn. The Guardian segir mögulegt að Conor Bradley missi einnig af leiknum við City, eftir frábæra frammistöðu gegn Real, vegna meiðsla í læri í þeim leik. Trent Alexander-Arnold er hins vegar klár í slaginn. Óvíst er hve lengi Konaté verður frá keppni en ljóst er að það verða nokkrar vikur og það á mjög annasömum tíma hjá Liverpool. Liðið leikur níu leiki í desember. Frakkinn er hins vegar staðráðinn í að snúa aftur sem fyrst. „Núna hefst endurhæfingarferlið en ég get lofað því að ég mun snúa aftur og verða á ný besta útgáfan af sjálfum mér,“ skrifaði Konaté á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @ibrahimakonate
Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira