„Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 28. nóvember 2024 20:50 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur við að ná í stig til Jerevan þegar lærisveinar hans sóttu FC Noah heim í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. „Þetta var mjög fagmannleg frammistaða hjá liði mínu og við gáfum fá sem engin færi á okkur sem er mjög sterkt. Við ákváðum að breyta um leikkerfi í þessum leik til þess að bera virðingu fyrir þessum erfiða útivelli. Þeir eru með góða framherja og mér fannst nauðsynlegt að þétta varnarleikinn aðeins,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 0-0 jafntefli liðsins gegn FC Noah í fjórðu umferð Sambandsdeildarinnar. „Við fengum flott færi til þess að ná í þrjú stig en það væri græðgi að ganga ekki bara sáttir frá borði með stig frá þessu verkefni. Við vorum meðvitaðir um að við féllum á prófinu þegar við mættum Omonia. Við vildum sýna heilsteyptari leik að þessu sinni og ekki missa einbeitinguna. Það tókst svo sannarlega og er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Jón Guðni var frábær í þessum leik sem og fleiri leikmenn. Liðsvinnan í varnarleiknum varð til þess að þeir fundu engar glufur og svo vorum við skarpir í skyndisóknum okkar. Það komu ferskar lappir inn af varamannbekknum sem hjálpuðu okkur að sigla stiginu í höfn. Við erum búnir að koma okkar í góða stöðu fyrir framhaldið og þetta stig gæti skipt sköpum þegar upp er staðið. Við getum allavega haldið áfram að láta okkur dreyma,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. „Það er hörkuleikur fram undan við Djurgården og við erum bara mjög spenntir fyrir þeim leik. Við sýndum andlegan og likamlegan styrk í leiknum í kvöld og spilamennskan var flott, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvað það er langt síðan við spiluðum síðasta leik. Það er von á eitthvað um 500 Svíum á leikinn gegn Djurgården og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að vera með í baráttunni um sæti í umspilinu sem er bara frábært. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni og við mætum fullir sjálfstrausts,“ segir hann um framhaldið hjá Fossvogsfélaginu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira
„Þetta var mjög fagmannleg frammistaða hjá liði mínu og við gáfum fá sem engin færi á okkur sem er mjög sterkt. Við ákváðum að breyta um leikkerfi í þessum leik til þess að bera virðingu fyrir þessum erfiða útivelli. Þeir eru með góða framherja og mér fannst nauðsynlegt að þétta varnarleikinn aðeins,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 0-0 jafntefli liðsins gegn FC Noah í fjórðu umferð Sambandsdeildarinnar. „Við fengum flott færi til þess að ná í þrjú stig en það væri græðgi að ganga ekki bara sáttir frá borði með stig frá þessu verkefni. Við vorum meðvitaðir um að við féllum á prófinu þegar við mættum Omonia. Við vildum sýna heilsteyptari leik að þessu sinni og ekki missa einbeitinguna. Það tókst svo sannarlega og er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Jón Guðni var frábær í þessum leik sem og fleiri leikmenn. Liðsvinnan í varnarleiknum varð til þess að þeir fundu engar glufur og svo vorum við skarpir í skyndisóknum okkar. Það komu ferskar lappir inn af varamannbekknum sem hjálpuðu okkur að sigla stiginu í höfn. Við erum búnir að koma okkar í góða stöðu fyrir framhaldið og þetta stig gæti skipt sköpum þegar upp er staðið. Við getum allavega haldið áfram að láta okkur dreyma,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. „Það er hörkuleikur fram undan við Djurgården og við erum bara mjög spenntir fyrir þeim leik. Við sýndum andlegan og likamlegan styrk í leiknum í kvöld og spilamennskan var flott, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvað það er langt síðan við spiluðum síðasta leik. Það er von á eitthvað um 500 Svíum á leikinn gegn Djurgården og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að vera með í baráttunni um sæti í umspilinu sem er bara frábært. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni og við mætum fullir sjálfstrausts,“ segir hann um framhaldið hjá Fossvogsfélaginu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira