„Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 28. nóvember 2024 20:50 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur við að ná í stig til Jerevan þegar lærisveinar hans sóttu FC Noah heim í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. „Þetta var mjög fagmannleg frammistaða hjá liði mínu og við gáfum fá sem engin færi á okkur sem er mjög sterkt. Við ákváðum að breyta um leikkerfi í þessum leik til þess að bera virðingu fyrir þessum erfiða útivelli. Þeir eru með góða framherja og mér fannst nauðsynlegt að þétta varnarleikinn aðeins,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 0-0 jafntefli liðsins gegn FC Noah í fjórðu umferð Sambandsdeildarinnar. „Við fengum flott færi til þess að ná í þrjú stig en það væri græðgi að ganga ekki bara sáttir frá borði með stig frá þessu verkefni. Við vorum meðvitaðir um að við féllum á prófinu þegar við mættum Omonia. Við vildum sýna heilsteyptari leik að þessu sinni og ekki missa einbeitinguna. Það tókst svo sannarlega og er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Jón Guðni var frábær í þessum leik sem og fleiri leikmenn. Liðsvinnan í varnarleiknum varð til þess að þeir fundu engar glufur og svo vorum við skarpir í skyndisóknum okkar. Það komu ferskar lappir inn af varamannbekknum sem hjálpuðu okkur að sigla stiginu í höfn. Við erum búnir að koma okkar í góða stöðu fyrir framhaldið og þetta stig gæti skipt sköpum þegar upp er staðið. Við getum allavega haldið áfram að láta okkur dreyma,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. „Það er hörkuleikur fram undan við Djurgården og við erum bara mjög spenntir fyrir þeim leik. Við sýndum andlegan og likamlegan styrk í leiknum í kvöld og spilamennskan var flott, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvað það er langt síðan við spiluðum síðasta leik. Það er von á eitthvað um 500 Svíum á leikinn gegn Djurgården og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að vera með í baráttunni um sæti í umspilinu sem er bara frábært. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni og við mætum fullir sjálfstrausts,“ segir hann um framhaldið hjá Fossvogsfélaginu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
„Þetta var mjög fagmannleg frammistaða hjá liði mínu og við gáfum fá sem engin færi á okkur sem er mjög sterkt. Við ákváðum að breyta um leikkerfi í þessum leik til þess að bera virðingu fyrir þessum erfiða útivelli. Þeir eru með góða framherja og mér fannst nauðsynlegt að þétta varnarleikinn aðeins,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 0-0 jafntefli liðsins gegn FC Noah í fjórðu umferð Sambandsdeildarinnar. „Við fengum flott færi til þess að ná í þrjú stig en það væri græðgi að ganga ekki bara sáttir frá borði með stig frá þessu verkefni. Við vorum meðvitaðir um að við féllum á prófinu þegar við mættum Omonia. Við vildum sýna heilsteyptari leik að þessu sinni og ekki missa einbeitinguna. Það tókst svo sannarlega og er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Jón Guðni var frábær í þessum leik sem og fleiri leikmenn. Liðsvinnan í varnarleiknum varð til þess að þeir fundu engar glufur og svo vorum við skarpir í skyndisóknum okkar. Það komu ferskar lappir inn af varamannbekknum sem hjálpuðu okkur að sigla stiginu í höfn. Við erum búnir að koma okkar í góða stöðu fyrir framhaldið og þetta stig gæti skipt sköpum þegar upp er staðið. Við getum allavega haldið áfram að láta okkur dreyma,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. „Það er hörkuleikur fram undan við Djurgården og við erum bara mjög spenntir fyrir þeim leik. Við sýndum andlegan og likamlegan styrk í leiknum í kvöld og spilamennskan var flott, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvað það er langt síðan við spiluðum síðasta leik. Það er von á eitthvað um 500 Svíum á leikinn gegn Djurgården og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að vera með í baráttunni um sæti í umspilinu sem er bara frábært. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni og við mætum fullir sjálfstrausts,“ segir hann um framhaldið hjá Fossvogsfélaginu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira