Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. nóvember 2024 18:39 Horft yfir Egilsstaði. Mynd úr safni. vísir/vilhelm „Fólk tekur það yfirleitt fram þegar það kemur til okkar að það sé eins gott að fara drífa sig, því það sem vofir yfir er það sem að Íslendingar þekkja því miður betur en aðrar þjóðir, vont veður.“ Þetta segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Vísi en slæm veðurspá á svæðinu fyrir kjördag á laugardag hefur valdið því að fleiri kjósa utan kjörfunar en áður. Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Austfirði. Samtals eru utankjörfundaratkvæði á Austurlandi nú yfir 1.100 talsins sem er um fimmtán prósent kjörsókn. „Þetta er búinn að vera mjög stór dagur, kjörsókn er búin að vera mjög góð. Þessi fimmtudagur hefur verið sérstaklega stór og mjög mikil kjörsókn á öllum kjörstöðum.“ Spurður hvort að um metaðsókn utan kjörfundar sé að ræða segir Svavar: „Ég hugsa að það sé nærri því, við vitum það ekki fyrr en morgundagurinn er búinn.“ Jafnframt hefur verið gripið til ýmissa ráðstafanna til að auðvelda fyrir þeim sem vilja kjósa utan kjörfundar. Boðið hefur verið upp á auka opnun á Djúpavogi og Borgarfirði eystri. „Það eru auka opnanir og skipun kjörstjóra á afksekktari stöðum þar sem hætta er á að fólk lokist inni. Svo höfum við þurft að grípa til þess að senda kjörgögn á milli staða. Notkun á kjörgögnum hefur verið umfram fyrstu áætlanir svo við höfum þurft að bregðast við þessari auknu kjörsókn með ýmsum hætti.“ Svavar tekur það fram að það sé nokkuð óvanalegt að þurfa grípa til ráðstafanna vegna veðurs og bendir á að vanalega sé kosið að vori eða snemma að hausti. Alþingiskosningar 2024 Veður Múlaþing Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Þetta segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Vísi en slæm veðurspá á svæðinu fyrir kjördag á laugardag hefur valdið því að fleiri kjósa utan kjörfunar en áður. Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Austfirði. Samtals eru utankjörfundaratkvæði á Austurlandi nú yfir 1.100 talsins sem er um fimmtán prósent kjörsókn. „Þetta er búinn að vera mjög stór dagur, kjörsókn er búin að vera mjög góð. Þessi fimmtudagur hefur verið sérstaklega stór og mjög mikil kjörsókn á öllum kjörstöðum.“ Spurður hvort að um metaðsókn utan kjörfundar sé að ræða segir Svavar: „Ég hugsa að það sé nærri því, við vitum það ekki fyrr en morgundagurinn er búinn.“ Jafnframt hefur verið gripið til ýmissa ráðstafanna til að auðvelda fyrir þeim sem vilja kjósa utan kjörfundar. Boðið hefur verið upp á auka opnun á Djúpavogi og Borgarfirði eystri. „Það eru auka opnanir og skipun kjörstjóra á afksekktari stöðum þar sem hætta er á að fólk lokist inni. Svo höfum við þurft að grípa til þess að senda kjörgögn á milli staða. Notkun á kjörgögnum hefur verið umfram fyrstu áætlanir svo við höfum þurft að bregðast við þessari auknu kjörsókn með ýmsum hætti.“ Svavar tekur það fram að það sé nokkuð óvanalegt að þurfa grípa til ráðstafanna vegna veðurs og bendir á að vanalega sé kosið að vori eða snemma að hausti.
Alþingiskosningar 2024 Veður Múlaþing Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira