Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2024 21:21 Neðan við bæinn Fossnes verður Þjórsárdalsvegur látinn liggja á uppbyggðum garði. Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndbandið sem sýnir breytinguna þegar 350 metra löng stífla rís þvert yfir farveg Þjórsár með Hvammsvirkjun. Við það myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón, nefnt Hagalón. Lónið mun ekki aðeins setja flúðir sem þarna eru í ánni á kaf heldur fer þjóðvegurinn einnig undir vatn á löngum kafla. Allnokkuð af grónu þurrlendi fer sömuleiðis undir lónið. Gert er ráð fyrir áningarstað við bakka Hagalóns.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Myndbandið var birt á kynningarfundum með íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra í síðustu viku en það sýnir nánar hvernig ætlunin er að breyta Þjórsárdalsvegi á þessum kafla. Meðaldýpi í lóninu verður um 3,3 metrar en mesta dýpi um tólf metrar. Mesta breytingin verður við bæina Fossnes og Haga. Neðan Fossness mun lónið mynda vík inn í landið og verður þjóðvegurinn látinn liggja yfir víkina á stórum garði. Við bæinn Fosssnes myndar Hagalón vík inn í landið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Talsverð breyting verður einnig á vegstæðinu á móts við bæinn Haga. Þar færist vegurinn fjær bænum út að ánni og mun þar virka sem einskonar varnargarður á um þriggja kílómetra kafla. Gert er ráð fyrir áningarstað þar sem ferðamenn og aðrir vegfarendur geta teygt úr sér, virt lónið fyrir sér og horft til Búrfells og Heklu. Hagaey verður þó sokkin að hálfu og flúðirnar í ánni horfnar. Við Haga færist vegurinn fjær bænum og nær Þjórsá. Flúðir í ánni á þessum stað hverfa í lónið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Á myndböndunum er svæðið einnig sýnt í vetrarbúningi en vegna lónsins þarf að færa vegstæðið á um fimm kílómetra kafla. Landsvirkjun mun borga vegagerðina að mestu og er stefnt að því að hún verði boðin út næsta vor, svo fremi að kærumál, sem enn eru í gangi, stöðvi ekki Hvammsvirkjun. Hér má sjá myndbandið í frétt Stöðvar 2: Önnur vegagerð fylgir Hvammsvirkjun, smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá á móts við Árnes ásamt gerð Búðafossvegar, sem fjallað er um í þessari frétt: Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Stangveiði Lax Tengdar fréttir Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndbandið sem sýnir breytinguna þegar 350 metra löng stífla rís þvert yfir farveg Þjórsár með Hvammsvirkjun. Við það myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón, nefnt Hagalón. Lónið mun ekki aðeins setja flúðir sem þarna eru í ánni á kaf heldur fer þjóðvegurinn einnig undir vatn á löngum kafla. Allnokkuð af grónu þurrlendi fer sömuleiðis undir lónið. Gert er ráð fyrir áningarstað við bakka Hagalóns.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Myndbandið var birt á kynningarfundum með íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra í síðustu viku en það sýnir nánar hvernig ætlunin er að breyta Þjórsárdalsvegi á þessum kafla. Meðaldýpi í lóninu verður um 3,3 metrar en mesta dýpi um tólf metrar. Mesta breytingin verður við bæina Fossnes og Haga. Neðan Fossness mun lónið mynda vík inn í landið og verður þjóðvegurinn látinn liggja yfir víkina á stórum garði. Við bæinn Fosssnes myndar Hagalón vík inn í landið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Talsverð breyting verður einnig á vegstæðinu á móts við bæinn Haga. Þar færist vegurinn fjær bænum út að ánni og mun þar virka sem einskonar varnargarður á um þriggja kílómetra kafla. Gert er ráð fyrir áningarstað þar sem ferðamenn og aðrir vegfarendur geta teygt úr sér, virt lónið fyrir sér og horft til Búrfells og Heklu. Hagaey verður þó sokkin að hálfu og flúðirnar í ánni horfnar. Við Haga færist vegurinn fjær bænum og nær Þjórsá. Flúðir í ánni á þessum stað hverfa í lónið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Á myndböndunum er svæðið einnig sýnt í vetrarbúningi en vegna lónsins þarf að færa vegstæðið á um fimm kílómetra kafla. Landsvirkjun mun borga vegagerðina að mestu og er stefnt að því að hún verði boðin út næsta vor, svo fremi að kærumál, sem enn eru í gangi, stöðvi ekki Hvammsvirkjun. Hér má sjá myndbandið í frétt Stöðvar 2: Önnur vegagerð fylgir Hvammsvirkjun, smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá á móts við Árnes ásamt gerð Búðafossvegar, sem fjallað er um í þessari frétt:
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Stangveiði Lax Tengdar fréttir Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00