Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 15:26 Eldgosið hófst fyrir viku síðan. Vísir/Vilhelm Gasmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna eldgossins á Sundhnúkagígsröðinni, samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar. Í uppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé einn gígur í gosinu virkur, en sá er austan við Stóra-Skógfell. Þá flæðir einn hrauntaumur enn til austurs í átt að Fagradalsfjalli. . Gosórói hefur haldist stöðugur undanfarinn sólarhring. Jafnframt kemur fram að með minnkandi gosvirkni hafi sig umhverfis Svartsengi minnkað. „Þar sem breytingar milli daga eru smávægilegar, þarf að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið að nýju. Í síðustu tveimur gosum tók það rúma viku áður en landris varð greinilegt eftir að sig hægði á sér. Því er líklegt að viðbótarmælingar í allt að viku verði nauðsynlegar til að meta hvort kvikusöfnun undir Svartsengi muni halda áfram.“ Í dag er spáð suðvestanátt og því mun mengun berast til norðausturs, mögulega á höfuðborgarsvæðið. Í kvöld er hins vegar vestanátt, og síðan norðvestanátt, og þá mun mengunin færast til austurs og svo suðausturs. Á morgun er spáð norðaustanátt, og mun mengun þá berast til suðvesturs. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir gróðureldum á gosstöðvunum. Nýtt hættumat mun taka gildi um miðjan föstudag, klukkan 15, að öllu óbreyttu. „Miðað við þróun gossins undanfarna daga og gasdreifingarspá hefur hættumatið tekið breytingum frá síðustu útgáfu. Helsta breytingin er á svæði 1 (Svartsengi) þar sem heildarhætta er nú metin töluverð (appelsínugult) en var áður mikil (rautt) og á svæði 4 (Grindavík) þar sem heildarhætta var áður töluverð (appelsínugult) en er nú metin nokkur (gult). Á svæði 1 (Svartsengi) er hætta á hraunflæði og gasmengun áfram metin mikil en hætta vegna gjósku er nú metin nokkur en var áður töluverð. Fyrir svæði 4 (Grindavík) er eina breytingin sú að hætta á gasmengun er nú metin „töluverð“ en var áður „mjög mikil“. Samkvæmt gasdreifingarspá eru líkur á gasmengun í Grindavík á föstudaginn 29. nóvember.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Loftgæði Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Í uppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé einn gígur í gosinu virkur, en sá er austan við Stóra-Skógfell. Þá flæðir einn hrauntaumur enn til austurs í átt að Fagradalsfjalli. . Gosórói hefur haldist stöðugur undanfarinn sólarhring. Jafnframt kemur fram að með minnkandi gosvirkni hafi sig umhverfis Svartsengi minnkað. „Þar sem breytingar milli daga eru smávægilegar, þarf að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið að nýju. Í síðustu tveimur gosum tók það rúma viku áður en landris varð greinilegt eftir að sig hægði á sér. Því er líklegt að viðbótarmælingar í allt að viku verði nauðsynlegar til að meta hvort kvikusöfnun undir Svartsengi muni halda áfram.“ Í dag er spáð suðvestanátt og því mun mengun berast til norðausturs, mögulega á höfuðborgarsvæðið. Í kvöld er hins vegar vestanátt, og síðan norðvestanátt, og þá mun mengunin færast til austurs og svo suðausturs. Á morgun er spáð norðaustanátt, og mun mengun þá berast til suðvesturs. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir gróðureldum á gosstöðvunum. Nýtt hættumat mun taka gildi um miðjan föstudag, klukkan 15, að öllu óbreyttu. „Miðað við þróun gossins undanfarna daga og gasdreifingarspá hefur hættumatið tekið breytingum frá síðustu útgáfu. Helsta breytingin er á svæði 1 (Svartsengi) þar sem heildarhætta er nú metin töluverð (appelsínugult) en var áður mikil (rautt) og á svæði 4 (Grindavík) þar sem heildarhætta var áður töluverð (appelsínugult) en er nú metin nokkur (gult). Á svæði 1 (Svartsengi) er hætta á hraunflæði og gasmengun áfram metin mikil en hætta vegna gjósku er nú metin nokkur en var áður töluverð. Fyrir svæði 4 (Grindavík) er eina breytingin sú að hætta á gasmengun er nú metin „töluverð“ en var áður „mjög mikil“. Samkvæmt gasdreifingarspá eru líkur á gasmengun í Grindavík á föstudaginn 29. nóvember.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Loftgæði Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira