Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:29 Leikskólinn Lundur er í Kleppsgörðum og er sjálfstætt starfandi leikskóli. Vísir/Vilhelm Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins. Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. „Í dag var fundað með leikskólastjóranum og farið yfir þær úrbætur sem skóla- og frístundasvið krefur að gerðar verði. Í framhaldinu hefur leikskólastjóri tækifæri til að bregðast við og mun skóla- og frístundasvið áfram fylgja málinu eftir næstu vikur,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði. Í svarinu kemur jafnframt fram að frá því að farið var í heimsókn í byrjun nóvember hafi verið ljóst að vissum skilyrðum leikskólastarfsins væri ábótavant og að síðan þá hefði starfsfólk sviðsins reglulega farið í heimsóknir. Auk þess hafi verið talað við starfsfólk og öllum fyrirspurnum frá foreldrum svarað. Þá hefur verið boðað til foreldrafundar vegna málsins í næstu viku. Þá verða foreldrar upplýstir um stöðu mála. Fóru ekki út að leika og grétu mikið Leikskólinn var til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips fyrr í mánuðinum. Fyrrverandi starfsmaður leikskólans setti þar inn færslu þar sem hún sagði börnin aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjunum. Þá sagði hún börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum væru þau frá því að þau mæti um klukkan 8 og til klukkan 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin. Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum. Fram kom í umfjöllun á Vísi þann 8. Nóvember að stjórnendur skólans hefðu verið boðaðir á fund vegna málsins. Sá fundur fór fram þann 11. Nóvember. Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. „Í dag var fundað með leikskólastjóranum og farið yfir þær úrbætur sem skóla- og frístundasvið krefur að gerðar verði. Í framhaldinu hefur leikskólastjóri tækifæri til að bregðast við og mun skóla- og frístundasvið áfram fylgja málinu eftir næstu vikur,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði. Í svarinu kemur jafnframt fram að frá því að farið var í heimsókn í byrjun nóvember hafi verið ljóst að vissum skilyrðum leikskólastarfsins væri ábótavant og að síðan þá hefði starfsfólk sviðsins reglulega farið í heimsóknir. Auk þess hafi verið talað við starfsfólk og öllum fyrirspurnum frá foreldrum svarað. Þá hefur verið boðað til foreldrafundar vegna málsins í næstu viku. Þá verða foreldrar upplýstir um stöðu mála. Fóru ekki út að leika og grétu mikið Leikskólinn var til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips fyrr í mánuðinum. Fyrrverandi starfsmaður leikskólans setti þar inn færslu þar sem hún sagði börnin aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjunum. Þá sagði hún börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum væru þau frá því að þau mæti um klukkan 8 og til klukkan 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin. Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum. Fram kom í umfjöllun á Vísi þann 8. Nóvember að stjórnendur skólans hefðu verið boðaðir á fund vegna málsins. Sá fundur fór fram þann 11. Nóvember.
Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira