Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. nóvember 2024 12:41 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags íslands er jákvæð fyrir framhaldi kjaraviðræðna lækna í dag. Hún segir að hennar tilfinning sé að þau séu að komast á lokasprettinn. „Ef að við rekumst ekki á einhverjar óvæntar hindranir eða óyfirstíganlegar á honum þá myndi ég telja að við værum að fara að klára þetta vonandi fyrir kvöldmat, það er stefnan,“ segir Steinunn en rætt var við hana í Karphúsinu í hádeginu í dag. Hún segir að áhersla þeirra í kjaraviðræðum sé betri vinnutími og stytting vinnuvikunnar. Að stuðla að betra jafnvægi einkalífs og vinnu. „Að þurfa ekki að vinna myrkranna á milli, eins og sumir læknar hafa gert, til þess að hafa sæmilega í sig og á.“ Verði hægt að lokka lækna heim Steinunn segir álag hafa verið úr öllu hófi og að þeir samningar sem þau vinni að núna geti verið stórt skref í vinnuverndarátt gagnvart þessum hópi. Steinunn segir eitt af yfirmarkmiðum viðræðnanna að fá lækna heim sem starfa erlendis. Vinnuumhverfið hafi verið óaðlaðandi en þau sjái fyrir sér að ef þau nái að landa kjarasamning, eins og hann sé að birtast þeim núna, þá sé það söluvara til útflutnings og það verði hægt að „lokka fólk heim“. „Ég veit það eru komin fram áform um að fylgja honum eftir ef allt fer á besta veg,“ segir Steinunn og vonar að það verði hægt að baka vöfflur í Karphúsinu í kvöld. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Samninganefndir lækna og ríkisins hafa fundað í allt kvöld. Fundi er að ljúka og vonast formaður Læknafélagsins til þess að samningar náist í fyrramálið. 26. nóvember 2024 21:40 Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. 26. nóvember 2024 17:20 Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Ef að við rekumst ekki á einhverjar óvæntar hindranir eða óyfirstíganlegar á honum þá myndi ég telja að við værum að fara að klára þetta vonandi fyrir kvöldmat, það er stefnan,“ segir Steinunn en rætt var við hana í Karphúsinu í hádeginu í dag. Hún segir að áhersla þeirra í kjaraviðræðum sé betri vinnutími og stytting vinnuvikunnar. Að stuðla að betra jafnvægi einkalífs og vinnu. „Að þurfa ekki að vinna myrkranna á milli, eins og sumir læknar hafa gert, til þess að hafa sæmilega í sig og á.“ Verði hægt að lokka lækna heim Steinunn segir álag hafa verið úr öllu hófi og að þeir samningar sem þau vinni að núna geti verið stórt skref í vinnuverndarátt gagnvart þessum hópi. Steinunn segir eitt af yfirmarkmiðum viðræðnanna að fá lækna heim sem starfa erlendis. Vinnuumhverfið hafi verið óaðlaðandi en þau sjái fyrir sér að ef þau nái að landa kjarasamning, eins og hann sé að birtast þeim núna, þá sé það söluvara til útflutnings og það verði hægt að „lokka fólk heim“. „Ég veit það eru komin fram áform um að fylgja honum eftir ef allt fer á besta veg,“ segir Steinunn og vonar að það verði hægt að baka vöfflur í Karphúsinu í kvöld.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Samninganefndir lækna og ríkisins hafa fundað í allt kvöld. Fundi er að ljúka og vonast formaður Læknafélagsins til þess að samningar náist í fyrramálið. 26. nóvember 2024 21:40 Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. 26. nóvember 2024 17:20 Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Samninganefndir lækna og ríkisins hafa fundað í allt kvöld. Fundi er að ljúka og vonast formaður Læknafélagsins til þess að samningar náist í fyrramálið. 26. nóvember 2024 21:40
Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. 26. nóvember 2024 17:20
Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32