Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. nóvember 2024 12:41 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags íslands er jákvæð fyrir framhaldi kjaraviðræðna lækna í dag. Hún segir að hennar tilfinning sé að þau séu að komast á lokasprettinn. „Ef að við rekumst ekki á einhverjar óvæntar hindranir eða óyfirstíganlegar á honum þá myndi ég telja að við værum að fara að klára þetta vonandi fyrir kvöldmat, það er stefnan,“ segir Steinunn en rætt var við hana í Karphúsinu í hádeginu í dag. Hún segir að áhersla þeirra í kjaraviðræðum sé betri vinnutími og stytting vinnuvikunnar. Að stuðla að betra jafnvægi einkalífs og vinnu. „Að þurfa ekki að vinna myrkranna á milli, eins og sumir læknar hafa gert, til þess að hafa sæmilega í sig og á.“ Verði hægt að lokka lækna heim Steinunn segir álag hafa verið úr öllu hófi og að þeir samningar sem þau vinni að núna geti verið stórt skref í vinnuverndarátt gagnvart þessum hópi. Steinunn segir eitt af yfirmarkmiðum viðræðnanna að fá lækna heim sem starfa erlendis. Vinnuumhverfið hafi verið óaðlaðandi en þau sjái fyrir sér að ef þau nái að landa kjarasamning, eins og hann sé að birtast þeim núna, þá sé það söluvara til útflutnings og það verði hægt að „lokka fólk heim“. „Ég veit það eru komin fram áform um að fylgja honum eftir ef allt fer á besta veg,“ segir Steinunn og vonar að það verði hægt að baka vöfflur í Karphúsinu í kvöld. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Samninganefndir lækna og ríkisins hafa fundað í allt kvöld. Fundi er að ljúka og vonast formaður Læknafélagsins til þess að samningar náist í fyrramálið. 26. nóvember 2024 21:40 Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. 26. nóvember 2024 17:20 Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Ef að við rekumst ekki á einhverjar óvæntar hindranir eða óyfirstíganlegar á honum þá myndi ég telja að við værum að fara að klára þetta vonandi fyrir kvöldmat, það er stefnan,“ segir Steinunn en rætt var við hana í Karphúsinu í hádeginu í dag. Hún segir að áhersla þeirra í kjaraviðræðum sé betri vinnutími og stytting vinnuvikunnar. Að stuðla að betra jafnvægi einkalífs og vinnu. „Að þurfa ekki að vinna myrkranna á milli, eins og sumir læknar hafa gert, til þess að hafa sæmilega í sig og á.“ Verði hægt að lokka lækna heim Steinunn segir álag hafa verið úr öllu hófi og að þeir samningar sem þau vinni að núna geti verið stórt skref í vinnuverndarátt gagnvart þessum hópi. Steinunn segir eitt af yfirmarkmiðum viðræðnanna að fá lækna heim sem starfa erlendis. Vinnuumhverfið hafi verið óaðlaðandi en þau sjái fyrir sér að ef þau nái að landa kjarasamning, eins og hann sé að birtast þeim núna, þá sé það söluvara til útflutnings og það verði hægt að „lokka fólk heim“. „Ég veit það eru komin fram áform um að fylgja honum eftir ef allt fer á besta veg,“ segir Steinunn og vonar að það verði hægt að baka vöfflur í Karphúsinu í kvöld.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Samninganefndir lækna og ríkisins hafa fundað í allt kvöld. Fundi er að ljúka og vonast formaður Læknafélagsins til þess að samningar náist í fyrramálið. 26. nóvember 2024 21:40 Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. 26. nóvember 2024 17:20 Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Samninganefndir lækna og ríkisins hafa fundað í allt kvöld. Fundi er að ljúka og vonast formaður Læknafélagsins til þess að samningar náist í fyrramálið. 26. nóvember 2024 21:40
Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. 26. nóvember 2024 17:20
Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32