Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 06:31 Stuðningsmaður Racing Club kyssir hér höfuðkúpu afa síns en hana tekur hann með sér á alla leiki. Getty/Marcelo Endelli/ Stuðningsmaður fótboltafélags frá Argentínu er orðinn frægur á netinu eftir að upp komst um hvað hann gerði á úrslitaleiknum í Suðurameríkukeppni félagsliða. Lið hans Racing Club de Avellaneda komst í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Cruzeiro frá Brasilíu. Afi hans var einnig mikill stuðningsmaður Racing og varð vitni af því þegar Racing varð síðast Suðurameríkumeistari félagsliða. Það var árið 1967 en nú náði félagið loksins að endurtaka leikinn meira en fimmtíu árum síðar. Barnabarnið minntist afa síns með mjög sérstökum hætti nú þegar titilinn var loksins í augsýn á nýjan leik. Hann tekur hauskúpu afa síns með sér á alla leiki Racing og höfuðkúpan var með honum á þessum úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Asunción í Paragvæ og maðurinn þurfti því að ferðast langt með höfuðkúpuna. Myndband af stuðningsmanninum fór á flug á netinu en þar var hann spurður af því af hverju hann væri með þessa hauskúpu með í för. „Þetta er hann afi minn, Valentín Aguilera,“ sagði maðurinn og hélt uppi hauskúpunni. Var hann stuðningsmaður Racing? „Í lífi jafnt sem dauða,“ svaraði afabarnið. En af hverju að taka hauskúpuna með á leikinn? „Af því að ég elskaði hann og ég elska Racing.“ Hvernig komst hann í gegnum öryggisleitina spyrja eflaust sumir. „Ég komst í gegnum hana á trúnni og ást minni á Racing,“ svaraði stuðningsmaðurinn en það má sjá viðtalið með því að fletta hér fyrir neðan. Racing vann úrslitaleikinn 3-1 eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Mörkin skoruðu þeir Gastón Martirena, Adrián Martínez og Roger Martínez. View this post on Instagram A post shared by The18 (@the18soccer) Argentína Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Lið hans Racing Club de Avellaneda komst í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Cruzeiro frá Brasilíu. Afi hans var einnig mikill stuðningsmaður Racing og varð vitni af því þegar Racing varð síðast Suðurameríkumeistari félagsliða. Það var árið 1967 en nú náði félagið loksins að endurtaka leikinn meira en fimmtíu árum síðar. Barnabarnið minntist afa síns með mjög sérstökum hætti nú þegar titilinn var loksins í augsýn á nýjan leik. Hann tekur hauskúpu afa síns með sér á alla leiki Racing og höfuðkúpan var með honum á þessum úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Asunción í Paragvæ og maðurinn þurfti því að ferðast langt með höfuðkúpuna. Myndband af stuðningsmanninum fór á flug á netinu en þar var hann spurður af því af hverju hann væri með þessa hauskúpu með í för. „Þetta er hann afi minn, Valentín Aguilera,“ sagði maðurinn og hélt uppi hauskúpunni. Var hann stuðningsmaður Racing? „Í lífi jafnt sem dauða,“ svaraði afabarnið. En af hverju að taka hauskúpuna með á leikinn? „Af því að ég elskaði hann og ég elska Racing.“ Hvernig komst hann í gegnum öryggisleitina spyrja eflaust sumir. „Ég komst í gegnum hana á trúnni og ást minni á Racing,“ svaraði stuðningsmaðurinn en það má sjá viðtalið með því að fletta hér fyrir neðan. Racing vann úrslitaleikinn 3-1 eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Mörkin skoruðu þeir Gastón Martirena, Adrián Martínez og Roger Martínez. View this post on Instagram A post shared by The18 (@the18soccer)
Argentína Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira