Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 16:00 Mohamed Salah hefur verið frábær með Liverpool á þessu tímabili og tölfræðin sýnir mikivægi hans svart á hvítu. Getty/John Powell Framtíð Mohamed Salah er mikið til umræðu enda kappinn að renna út á samning í sumar. Ein leiðin til að átta sig á mikivæginu er að taka út öll mörkin sem hann hefur þátt í hjá Liverpool á þessari leiktíð. Salah hefur alls komið með beinum hætti að sextán mörkum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, skorað tíu sjálfur og gefið sex stoðsendingar að auki. Liverpool hefur unnið tíu af tólf leikjum sínum og er með 31 stig af 36 mögulegum. Það skilar liðinu átta stiga forystu og +16 í markatölu. Salah hefur átt þátt í 16 af 24 mörkum liðsins eða 67 prósent markanna. Án þessara marka hans væri Liverpool aðeins í þrettánda sæti deildarinnar með átta mörk skoruð í tólf leikjum. Það kemur náttúrulega maður í manns stað og því ekki hægt að taka þetta bókstaflega en það breytir ekki hvaða sögu tölfræðin segir. Það vekur líka athygli að Chelsea væri þá á toppnum með einu stigi meira en Arsenal og tveimur stigum meira en Brighton og Manchester City. Salah var með mark og stoðsendingu í 2-1 sigrinum á Chelsea, skoraði mark í 2-2 jafntefli á móti Arsemal og mark í 2-1 sigri á Brighton. Liverpool fékk sjö stig út úr þessum leikjum en hefði aðeins fengið eitt stig út úr þeim án marka Salah. Liverpool hefði einnig misst af stigum á móti Manchester United, Aston Villa, Wolves, Ipswich og Southampton án hans því Egyptinn var með mikilvæg mörk eða stoðsendingar í þeim leikjum. View this post on Instagram A post shared by Stadium Astro 🇲🇾 (@stadium.astro) Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher segir Salah vera eigingjarnan Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður, er allt annað en sáttur með viðtalið sem Mohamed Salah gaf eftir leik helgarinnar. 26. nóvember 2024 07:32 Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Mohamed Salah átti enn einn stórleikinn í gær þegar hann skoraði tvívegis í endurkomusigri Liverpool á útivelli á móti Southampton. Hann sagði eftir leikinn að Liverpool væri ekki einu sinni búið að bjóða honum nýjan samning. 25. nóvember 2024 10:32 „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Mohamed Salah er að renna út á samningi í sumar en frábær frammistaða hans inn á vellinum er án efa ein aðalástæðan fyrir því að Liverpool er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 25. nóvember 2024 07:32 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Salah hefur alls komið með beinum hætti að sextán mörkum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, skorað tíu sjálfur og gefið sex stoðsendingar að auki. Liverpool hefur unnið tíu af tólf leikjum sínum og er með 31 stig af 36 mögulegum. Það skilar liðinu átta stiga forystu og +16 í markatölu. Salah hefur átt þátt í 16 af 24 mörkum liðsins eða 67 prósent markanna. Án þessara marka hans væri Liverpool aðeins í þrettánda sæti deildarinnar með átta mörk skoruð í tólf leikjum. Það kemur náttúrulega maður í manns stað og því ekki hægt að taka þetta bókstaflega en það breytir ekki hvaða sögu tölfræðin segir. Það vekur líka athygli að Chelsea væri þá á toppnum með einu stigi meira en Arsenal og tveimur stigum meira en Brighton og Manchester City. Salah var með mark og stoðsendingu í 2-1 sigrinum á Chelsea, skoraði mark í 2-2 jafntefli á móti Arsemal og mark í 2-1 sigri á Brighton. Liverpool fékk sjö stig út úr þessum leikjum en hefði aðeins fengið eitt stig út úr þeim án marka Salah. Liverpool hefði einnig misst af stigum á móti Manchester United, Aston Villa, Wolves, Ipswich og Southampton án hans því Egyptinn var með mikilvæg mörk eða stoðsendingar í þeim leikjum. View this post on Instagram A post shared by Stadium Astro 🇲🇾 (@stadium.astro)
Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher segir Salah vera eigingjarnan Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður, er allt annað en sáttur með viðtalið sem Mohamed Salah gaf eftir leik helgarinnar. 26. nóvember 2024 07:32 Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Mohamed Salah átti enn einn stórleikinn í gær þegar hann skoraði tvívegis í endurkomusigri Liverpool á útivelli á móti Southampton. Hann sagði eftir leikinn að Liverpool væri ekki einu sinni búið að bjóða honum nýjan samning. 25. nóvember 2024 10:32 „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Mohamed Salah er að renna út á samningi í sumar en frábær frammistaða hans inn á vellinum er án efa ein aðalástæðan fyrir því að Liverpool er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 25. nóvember 2024 07:32 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Carragher segir Salah vera eigingjarnan Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður, er allt annað en sáttur með viðtalið sem Mohamed Salah gaf eftir leik helgarinnar. 26. nóvember 2024 07:32
Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Mohamed Salah átti enn einn stórleikinn í gær þegar hann skoraði tvívegis í endurkomusigri Liverpool á útivelli á móti Southampton. Hann sagði eftir leikinn að Liverpool væri ekki einu sinni búið að bjóða honum nýjan samning. 25. nóvember 2024 10:32
„Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Mohamed Salah er að renna út á samningi í sumar en frábær frammistaða hans inn á vellinum er án efa ein aðalástæðan fyrir því að Liverpool er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 25. nóvember 2024 07:32