Gasmengun helsta hættan í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. nóvember 2024 19:50 Úlfar Lúðviksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Einar Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þar með sé þó ekki sagt að öll hætta sé liðin hjá. „Við erum hér í miðjum atburði og það er ennþá gos í gangi. En miðað við aðstæður þá teljum við óhætt að hleypa fólki inn í Grindavík,“ sagði Úlfar. Hraun náði Grindavíkurvegi fljótlega eftir að gos hófst og því er farið inn í bæinn um Suðurstrandarveg og Nesveg. Hvað er það sem helst ber að varast núna þegar þetta langt er liðið á gosið? „Ef við tölum um Grindavík þá er það helst gasmengun. Mengun hefur verið viðráðanleg hingað til inni í Grindavík og það er ástæðan fyrir því að við opnum núna.“ Hagstætt veður og þokkaleg vindátt spili þar nokkurn þátt. „Við aftur á móti leggjum áherslu á það að Svartsengissvæðið er í dag bara vinnusvæði og aðgangur þar er mjög takmarkaður. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu að nú síðdegis hafi verið farið með dróna búinn hitamyndavél yfir gosstöðvarnar. Miðað við frumniðurstöður þeirrar könnunar hafi dregið nær alveg úr virkni í syðsta gíg gosstöðvanna og miðgígnum. Mest virknin væri hins vegar í nyrsta gígnum. Enn sé hraunrennsli töluvert, sem geti sett álag á varnargarða sem unnið sé að því að hækka, samhliða hraunkælingu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þar með sé þó ekki sagt að öll hætta sé liðin hjá. „Við erum hér í miðjum atburði og það er ennþá gos í gangi. En miðað við aðstæður þá teljum við óhætt að hleypa fólki inn í Grindavík,“ sagði Úlfar. Hraun náði Grindavíkurvegi fljótlega eftir að gos hófst og því er farið inn í bæinn um Suðurstrandarveg og Nesveg. Hvað er það sem helst ber að varast núna þegar þetta langt er liðið á gosið? „Ef við tölum um Grindavík þá er það helst gasmengun. Mengun hefur verið viðráðanleg hingað til inni í Grindavík og það er ástæðan fyrir því að við opnum núna.“ Hagstætt veður og þokkaleg vindátt spili þar nokkurn þátt. „Við aftur á móti leggjum áherslu á það að Svartsengissvæðið er í dag bara vinnusvæði og aðgangur þar er mjög takmarkaður. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu að nú síðdegis hafi verið farið með dróna búinn hitamyndavél yfir gosstöðvarnar. Miðað við frumniðurstöður þeirrar könnunar hafi dregið nær alveg úr virkni í syðsta gíg gosstöðvanna og miðgígnum. Mest virknin væri hins vegar í nyrsta gígnum. Enn sé hraunrennsli töluvert, sem geti sett álag á varnargarða sem unnið sé að því að hækka, samhliða hraunkælingu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03