Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Virpi mælir með að fólk hugsi sig um áður en það kaupir nýja hluti í vikunni. Vísir Fyrsti vottaði skipuleggjandinn hér á landi segir tilfinningar fyrst og fremst vera það sem þvælist fyrir fólki þegar kemur að tiltekt. Hún hvetur fólk til þess að kaupa ekki hluti að óþörfu í þeirri tilboðsviku sem nú er að renna upp í tilefni af Svörtum fössara. „Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“ Hús og heimili Bítið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“
Hús og heimili Bítið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira