Að lokum reykti hún svo jónuna en það var ósk deyjandi föður hennar að svo yrði gert.
Pansino segir að það hafi ekkert annað komið til greina en að virða óhefðbundnar óskir pabba síns, sem gekkst undir nafninu Papa Pizza.
„Fyrir mörgum árum sagði hann við mig og mömmu að hann vildi að við tækjum öskuna hans, blönduðum henni við mold, ræktuðum marijúana plöntu og reyktum svo jónu úr henni. Í fyrstu var mamma smá hikandi, þetta væri svolítið hippalegt og hún var hrædd um að fólk myndi dæma okkur.
En svo leið tíminn og við fundum að nú væri rétti tíminn til þess að heiðra minningu pabba á hans forsendum. Þetta var ótrúlega tilfinningarík og einstök stund. Ég er ótrúlega þakklát að við eigum þessar minningar saman að heiðra pabba,“ segir Pansino.