Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 11:52 Óvissa er í veðurspám en þó taldar nokkrar líkur á norðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu norðanlands en rigningu sunnalands. Vísir/Vilhelm Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa. Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa.
Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03