Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á verðlaunapallinum á heimsleikunumn ásamt Tia-Clair Toomey sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn oftast allra. CrossFit games CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá næsta tímabils og um leið hvaða leið besta CrossFit fólk heimsins þarf að fara til að komast alla leið inn á heimsleikana 2025. Það eru talsverðar breytingar gerðar á milli ára en allt byrjar þetta eins og vanalega með opna hlutanum sem fer fram frá 27. febrúar til 17. mars næstkomandi. Framhaldið er aftur á móti allt öðruvísi en það var á þessu ári. Keppnisdagatalið hefur tekið stanslausum breytingum síðustu ár og forráðamenn CrossFit samtakanna halda í þá undarlegu hefð. Nú er búið að henda út fjórðungsúrslitunum og að þessu sinni verða undanúrslitin haldin á CrossFit stöðvunum sjálfum þar sem fullgildir dómarar munu sjá um að meta það að farið sé eftir öllum settum reglum. Eitt prósent þeirra sem skrá sig á The Open komast áfram í undanúrslitin. Það verða síðan haldin sérstök undanúrslitamót þar sem keppendur geta tryggt sig inn á heimsleikana. Þessi mót fara fram frá apríl fram í júní. Það komast síðan bara þrjátíu karlar og þrjátíu konur á heimsleikana á næsta ári. Þetta er 25 prósent fækkun á keppendum frá því á þessu ári þegar fjörutíu karlar og fjörutíu konur kepptu um heimsmeistaratitilinn. Það verður því enn erfiðara að komast á heimsleikana á næsta ári. Liðunum verður einnig fækkað úr þrjátíu niður í tuttugu. Í fyrra var ein stærsta breytingin að aldursflokkunum og fötlunarflokkunum var hent út af leikunum en þau þurfa áfram að keppa um sína titla á sérmótum. Ísland átti bara einn fulltrúa í keppni karla og engan fulltrúa í keppni kvenna á heimsleikunum í ár. Það er mun færra en síðustu ár og það þóttu tímamót að engin dóttir var með á heimsleikunum 2024. Þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er ekki að hjálpa mikið til við að breyta því á komandi ári en auðvitað vonumst við til að okkar besta CrossFit fólk eigi gott ár 2025 og að sem flest komist á heimsleikana næsta haust. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Sjá meira
Það eru talsverðar breytingar gerðar á milli ára en allt byrjar þetta eins og vanalega með opna hlutanum sem fer fram frá 27. febrúar til 17. mars næstkomandi. Framhaldið er aftur á móti allt öðruvísi en það var á þessu ári. Keppnisdagatalið hefur tekið stanslausum breytingum síðustu ár og forráðamenn CrossFit samtakanna halda í þá undarlegu hefð. Nú er búið að henda út fjórðungsúrslitunum og að þessu sinni verða undanúrslitin haldin á CrossFit stöðvunum sjálfum þar sem fullgildir dómarar munu sjá um að meta það að farið sé eftir öllum settum reglum. Eitt prósent þeirra sem skrá sig á The Open komast áfram í undanúrslitin. Það verða síðan haldin sérstök undanúrslitamót þar sem keppendur geta tryggt sig inn á heimsleikana. Þessi mót fara fram frá apríl fram í júní. Það komast síðan bara þrjátíu karlar og þrjátíu konur á heimsleikana á næsta ári. Þetta er 25 prósent fækkun á keppendum frá því á þessu ári þegar fjörutíu karlar og fjörutíu konur kepptu um heimsmeistaratitilinn. Það verður því enn erfiðara að komast á heimsleikana á næsta ári. Liðunum verður einnig fækkað úr þrjátíu niður í tuttugu. Í fyrra var ein stærsta breytingin að aldursflokkunum og fötlunarflokkunum var hent út af leikunum en þau þurfa áfram að keppa um sína titla á sérmótum. Ísland átti bara einn fulltrúa í keppni karla og engan fulltrúa í keppni kvenna á heimsleikunum í ár. Það er mun færra en síðustu ár og það þóttu tímamót að engin dóttir var með á heimsleikunum 2024. Þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er ekki að hjálpa mikið til við að breyta því á komandi ári en auðvitað vonumst við til að okkar besta CrossFit fólk eigi gott ár 2025 og að sem flest komist á heimsleikana næsta haust. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Sjá meira