Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 12:15 Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Vinstrið mun bera sigur úr býtum í komandi kosningum, að mati fráfarandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að Samfylkingin og Viðreisn muni mynda ríkisstjórn að öllu óbreyttu. Þjóðin þurfi að ákveða hvað hún vilji. Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira