„Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 13:35 Frá Bláa lóninu á fimmtudag, þegar hraun hóf að renna yfir bílastæði. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir tilkynningu um opnun lónsins næsta föstudag alls ekki endanlega. Staðan sé endurmetin á hverjum degi. Mikil vinna fer fram á Svartsengis-svæðinu við að vernda innviði. Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir yfirvöld fylgjast grannt með stöðunni. „Það bunkast upp hraunið og bunkast upp við hliðina á varnargarðinum. Það er gott að það skríður ekki hratt áfram en það að hraunið bunkist upp gerir það að verkum að það þarf að fylgjast mjög vel með framvindunni.“ Starfsmenn Landsnets hafa unnið hörðum höndum við að vernda mikilvæga innviði í Svartsengi eftir að gosið hófst. Svartsengislínan er úti eftir að leiðarar slitnuðu en reynt er að vernda möstur. „Okkur gekk bara vel í gærkvöldi og í nótt að verja þessi tvö möstur. Það gekk vel, við unnum það verk með brunavörnum Suðurnesja. Þeir kældu hraunin í kringum möstrin. Ástandið er samt enn þá pínu krítískt,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.Vísir/Arnar Það vakti mikla athygli í gær þegar tilkynnt var að stefnt væri að opnun Bláa lónsins næsta föstudag. Bílaplan lónsins er allt undir hrauni og aðgengi takmarkað. „Auðvitað er okkar reynsla sú að mikið og margt getur gerst. Þess vegna erum við að horfa til þess að ef að þróun mála og sér í lagi ef að þróun gossins verður með viðeigandi hætti þá værum við allavega tilbúin að geta opnað á föstudaginn,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Verið sé að skoða aðgengismál, til að mynda hvort hægt sé að nota safnstæði og flytja gesti með rútum. „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki og í samstarfi við yfirvöld. Staðan þarf auðvitað að vera viðunandi.“ Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16 Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir yfirvöld fylgjast grannt með stöðunni. „Það bunkast upp hraunið og bunkast upp við hliðina á varnargarðinum. Það er gott að það skríður ekki hratt áfram en það að hraunið bunkist upp gerir það að verkum að það þarf að fylgjast mjög vel með framvindunni.“ Starfsmenn Landsnets hafa unnið hörðum höndum við að vernda mikilvæga innviði í Svartsengi eftir að gosið hófst. Svartsengislínan er úti eftir að leiðarar slitnuðu en reynt er að vernda möstur. „Okkur gekk bara vel í gærkvöldi og í nótt að verja þessi tvö möstur. Það gekk vel, við unnum það verk með brunavörnum Suðurnesja. Þeir kældu hraunin í kringum möstrin. Ástandið er samt enn þá pínu krítískt,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.Vísir/Arnar Það vakti mikla athygli í gær þegar tilkynnt var að stefnt væri að opnun Bláa lónsins næsta föstudag. Bílaplan lónsins er allt undir hrauni og aðgengi takmarkað. „Auðvitað er okkar reynsla sú að mikið og margt getur gerst. Þess vegna erum við að horfa til þess að ef að þróun mála og sér í lagi ef að þróun gossins verður með viðeigandi hætti þá værum við allavega tilbúin að geta opnað á föstudaginn,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Verið sé að skoða aðgengismál, til að mynda hvort hægt sé að nota safnstæði og flytja gesti með rútum. „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki og í samstarfi við yfirvöld. Staðan þarf auðvitað að vera viðunandi.“
Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16 Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16
Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50
Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent