Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 12:17 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira