Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 11:02 Ian Holloway tók nýverið við sem knattspyrnustjóri Swindon Town og óttast að það sé reimt á æfingasvæði liðsins. Getty/George Wood Knattspyrnustjórinn Ian Holloway, sem tók við Swindon Town á Englandi í október, telur að slæmt gengi liðsins gæti verið vegna þess að reimt sé á æfingavelli liðsins. Holloway segir að sér sé fúlasta alvara og að hann ætli að fá eiginkonu sína til að mæta á svæðið og reyna að semja við draugana, svo að friður fáist. „Ég flutti fyrstu liðsræðuna mína hérna og dyrnar opnuðust allt í einu upp á gátt. Ef þið skoðið hurðina þá sjáið þið að það hefði enginn getað opnað svona,“ sagði Holloway þegar hann fékk blaðamann New York Times í heimsókn. Holloway greindi fyrst frá þessum meinta draugagangi í viðtali við BBC, og telur eitthvað undarlegt á seyði eftir að fyrirliði Swindon, Ollie Clarke, sleit liðband í ökkla á æfingu í síðustu viku. Lið Swindon rambar á barmi falls úr ensku deildakeppninni en liðið er í 22. sæti D-deildarinnar, stigi frá fallsæti. Holloway vonast til þess að með því að sætta hina framliðnu verði gengi Swindon betra. „Ég er algjörlega miður mín svo ég ætla að reyna að „hreinsa“ æfingasvæðið hérna, því fólk er að segja mér að það séu draugar hérna,“ sagði Holloway. "Oh, that’s the ghost saying hello, Gaffer."There's something weird and it doesn't look good at Swindon Town's training ground.@RobTannerLCFC paid a visit to find out what's going on - and spoke to manager Ian Holloway, whose wife is 'cleansing' the site with sage.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2024 „Það er grafreitur einhvers staðar hérna nálægt. Í alvöru, ég er ekki að grínast,“ sagði Holloway. „Ég held að æfingasvæðið okkar sé mjög nálægt gömlum grafreit svo ég ætla að fá konuna mína til að koma hingað og biðja allt þetta fólk afsökunar, og vonandi fer lukkan þá að verða með okkur í liði.“ Treystir á salvíu frekar en piss Swindon hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu tíu leikjum en liðið náði þó í sitt fyrsta stig undir stjórn Holloway um síðustu helgi, með því að ná 2-2 jafntefli við Accrington eftir að hafa lent undir. Holloway ætlar ekki að ganga eins langt og Barry Fry, þáverandi stjóri Birmingham, gerði árið 1994 þegar hann pissaði í öll hornin á St Andrew‘s vellinum, í von um að losna við hundrað ára bölvun sem sögð var hvíla á leikvanginum. Birmingham vann í kjölfarið sjö af næstu tíu leikjum sínum, en féll þó á endanum niður um deild. „Ég vil ekki gera það sem hann gerði, með því að pissa í hornin á vellinum, en ég ætla að fá konuna mína til að koma hérna með salvíubúntið sitt,“ sagði Holloway, tilbúinn að prófa ýmislegt til þess að aflétta hinni meintu bölvun og koma sínu liði á réttan kjöl. Enski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Sjá meira
Holloway segir að sér sé fúlasta alvara og að hann ætli að fá eiginkonu sína til að mæta á svæðið og reyna að semja við draugana, svo að friður fáist. „Ég flutti fyrstu liðsræðuna mína hérna og dyrnar opnuðust allt í einu upp á gátt. Ef þið skoðið hurðina þá sjáið þið að það hefði enginn getað opnað svona,“ sagði Holloway þegar hann fékk blaðamann New York Times í heimsókn. Holloway greindi fyrst frá þessum meinta draugagangi í viðtali við BBC, og telur eitthvað undarlegt á seyði eftir að fyrirliði Swindon, Ollie Clarke, sleit liðband í ökkla á æfingu í síðustu viku. Lið Swindon rambar á barmi falls úr ensku deildakeppninni en liðið er í 22. sæti D-deildarinnar, stigi frá fallsæti. Holloway vonast til þess að með því að sætta hina framliðnu verði gengi Swindon betra. „Ég er algjörlega miður mín svo ég ætla að reyna að „hreinsa“ æfingasvæðið hérna, því fólk er að segja mér að það séu draugar hérna,“ sagði Holloway. "Oh, that’s the ghost saying hello, Gaffer."There's something weird and it doesn't look good at Swindon Town's training ground.@RobTannerLCFC paid a visit to find out what's going on - and spoke to manager Ian Holloway, whose wife is 'cleansing' the site with sage.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2024 „Það er grafreitur einhvers staðar hérna nálægt. Í alvöru, ég er ekki að grínast,“ sagði Holloway. „Ég held að æfingasvæðið okkar sé mjög nálægt gömlum grafreit svo ég ætla að fá konuna mína til að koma hingað og biðja allt þetta fólk afsökunar, og vonandi fer lukkan þá að verða með okkur í liði.“ Treystir á salvíu frekar en piss Swindon hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu tíu leikjum en liðið náði þó í sitt fyrsta stig undir stjórn Holloway um síðustu helgi, með því að ná 2-2 jafntefli við Accrington eftir að hafa lent undir. Holloway ætlar ekki að ganga eins langt og Barry Fry, þáverandi stjóri Birmingham, gerði árið 1994 þegar hann pissaði í öll hornin á St Andrew‘s vellinum, í von um að losna við hundrað ára bölvun sem sögð var hvíla á leikvanginum. Birmingham vann í kjölfarið sjö af næstu tíu leikjum sínum, en féll þó á endanum niður um deild. „Ég vil ekki gera það sem hann gerði, með því að pissa í hornin á vellinum, en ég ætla að fá konuna mína til að koma hérna með salvíubúntið sitt,“ sagði Holloway, tilbúinn að prófa ýmislegt til þess að aflétta hinni meintu bölvun og koma sínu liði á réttan kjöl.
Enski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Sjá meira