Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 10:17 Albert Guðmundsson er núna leikmaður Fiorentina en er tilnefndur vegna afreka sinna með Genoa á síðustu leiktíð. Getty/Giuseppe Maffia Hvað eiga Cristiano Ronaldo, Andrea Pirlo, Zlatan Ibrahimovic og Albert Guðmundsson sameiginlegt? Að minnsta kosti það að hafa allir verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Hinir þrír hafa reyndar allir hlotið verðlaunin, sem veitt eru af Samtökum fótboltamanna á Ítalíu, en Albert er nú tilnefndur fyrstur Íslendinga. Hann er í hópi 23 leikmanna sem tilnefndir eru að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á galahátíð mánudagskvöldið 2. desember, í beinni útsendingu á Sky á Ítalíu. Um er að ræða verðlaun vegna frammistöðu á tímabilinu 2023-24. Albert, sem nú er leikmaður Fiorentina, átti þá stórkostlegt tímabil með þáverandi nýliðum Genoa. Hann endaði á að skora fjórtán mörk og varð í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn A-deildarinnar. Bara tilnefndur sem besti leikmaður Seria A 🤷🏼♂️ pic.twitter.com/NcvzmpGvCH— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) November 22, 2024 Albert hefur svo fylgt þessu eftir með því að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Fiorentina, en misst af stærstum hluta tímabilsins til þessa vegna meiðsla. Eins og fyrr segir er Albert einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem leikmaður ársins. Úr þessum hópi verður valið 11 manna úrvalslið og svo sá besti. Albert er þannig einn af sex sóknarmönnum sem eru tilnefndir. Í fyrra var Nígeríumaðurinn Victor Osimhen valinn bestur, vegna leiktíðarinnar 2022-23. Tilnefningarnar í ár: Markmenn: Di Gregorio, Maignan, Sommer. Varnarmenn: Bastoni, Bellanova, Bremer, Buongiorno, Calafiori, Dimarco, Dumfries, Theo Hernández. Miðjumenn: Barella, Çalhanoğlu, Dybala, Koopmeiners, Mkhitaryan, Rabiot. Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Lautaro Martínez, Leão, Lookman, Thuram, Zirkzee. Ítalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Hinir þrír hafa reyndar allir hlotið verðlaunin, sem veitt eru af Samtökum fótboltamanna á Ítalíu, en Albert er nú tilnefndur fyrstur Íslendinga. Hann er í hópi 23 leikmanna sem tilnefndir eru að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á galahátíð mánudagskvöldið 2. desember, í beinni útsendingu á Sky á Ítalíu. Um er að ræða verðlaun vegna frammistöðu á tímabilinu 2023-24. Albert, sem nú er leikmaður Fiorentina, átti þá stórkostlegt tímabil með þáverandi nýliðum Genoa. Hann endaði á að skora fjórtán mörk og varð í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn A-deildarinnar. Bara tilnefndur sem besti leikmaður Seria A 🤷🏼♂️ pic.twitter.com/NcvzmpGvCH— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) November 22, 2024 Albert hefur svo fylgt þessu eftir með því að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Fiorentina, en misst af stærstum hluta tímabilsins til þessa vegna meiðsla. Eins og fyrr segir er Albert einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem leikmaður ársins. Úr þessum hópi verður valið 11 manna úrvalslið og svo sá besti. Albert er þannig einn af sex sóknarmönnum sem eru tilnefndir. Í fyrra var Nígeríumaðurinn Victor Osimhen valinn bestur, vegna leiktíðarinnar 2022-23. Tilnefningarnar í ár: Markmenn: Di Gregorio, Maignan, Sommer. Varnarmenn: Bastoni, Bellanova, Bremer, Buongiorno, Calafiori, Dimarco, Dumfries, Theo Hernández. Miðjumenn: Barella, Çalhanoğlu, Dybala, Koopmeiners, Mkhitaryan, Rabiot. Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Lautaro Martínez, Leão, Lookman, Thuram, Zirkzee.
Ítalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira