„RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2024 23:34 Snorri Másson er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vísir/Einar Snorri Másson ber Ríkisútvarpið þungum sökum í nýju myndbandi sem farið hefur eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Hann segir fjölmiðilinn vera líklega einna lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi, og segir hann hafa fjallað undarlega um Miðflokkinn á Tiktok. „Hvað er Miðflokkurinn?“ spyr RÚV í myndbandinu sem Snorri tekur til umfjöllunar, en þar er því haldið fram að, þrátt fyrir nafnið, sé Miðflokkurinn líklega lengst til hægri af þeim flokkum sem sitja á þingi. Miðflokkurinn svarar þessu og spyr: „Hvað er RÚV?“, áður en Snorri segir miðilinn líklega lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Snorri heldur svo áfram og segir að vinstri slagsíðan væri ekkert stórmál, nema fyrir þær sakir að skattgreiðendur þurfa að borga fyrir „allt dæmið“. Snorri tók svo til umfjöllun Ríkisútvarpsins um stefnu Miðflokksins í hælisleitendamálum, en þau sögðu yfirlýsta stefnu flokksins vera að enginn kæmi til landsins. Löguðum aðeins umfjöllunina ykkar @RUVfrettir pic.twitter.com/SriiYHVhBh— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 21, 2024 „Þarna er ekki tekið fram að við viljum í staðinn fyrir þetta hafa stjórn á málunum sjálf. Bjóða fólki í raunverulegri neyð til landsins og taka þá almennilega á móti því, ólíkt því óreiðuástandi sem nú ríkir,“ Þá sagði hann einnig að snúið væri út úr stefnu flokksins í loftslagsmálum. Í lokinn tekur hann fyrir kynningu Ríkisútvarpsins á Samfylkingunni í sambærilegu myndbandi á Tiktok, þar sem þau segja meginstefnu flokksins vera „jöfnuður, sjálfbærni og friður,“ „Miðflokkurinn styður þetta reyndar líka allt, en þið gleymduð að taka það fram ... Það mætti halda að markmiðið sé að láta okkur koma svolítið illa út,“ segir Snorri. Fyrst og fremst tilraun til að réttlæta atriðin sem komu fram um Miðflokkinn Snorri segir að hann hafi fundið fyrir einhverjum undarlegum undirtóni í umræddu Tiktok myndbandi, og flokkurinn hafi viljað gera þetta myndband til að fara yfir örfá atriði. „Ég get auðvitað ekki borað mér leið inn í heilabú þessa fjölmiðlafólks til að fullyrða svo fullum fetum að þaðan sé rekin tiltekin pólitísk stefna af einbeittum ásetningi. En það er þó upplifun sífellt fleiri hlustenda að hlutleysis sé ekki gætt. Það ber að taka alvarlega. Mínar athugasemdir voru þó fyrst og fremst tilraun til að réttlæta ákveðin atriði sem komu fram um okkur,“ segir Snorri. Hins vegar sé ekki galið að álykta út frá viðbrögðunum við myndbandinu að það sé tiltölulega útbreidd tilfinning meðal fólks að þessarar tilhneigingar gæti hjá Ríkisútvarpinu. „Mér finnst þetta alveg umræða sem vert er að taka, hvort að Ríkisútvarpið endurspegli eitthvað sem fólk telur almennt vera hlutlausa nálgun á stjórnmálin. Það er erfitt, það er ekkert einfalt að gæta hlutleysis,“ segir Snorri. Á vissan hátt sé óhjákvæmilegt að ákveðin pólitík myndist í flestum fjölmiðlum, það myndist ákveðin menning. Því sé það viss ómöguleiki að vera alveg hlutlaus, þótt það sé alltaf yfirlýst stefna. Sú annars göfuga stefna sé hæpnari í því upplýsingaumhverfi sem við búum við núna. Fólk geti veitt Ríkisútvarpinu aðhald með frjálsri ráðstöfun útvarpsgjaldsins Snorri segir að tillaga Miðflokksins um að fólk ákveði sjálft til hvaða fjölmiðils útvarpsgjaldið renni, leysi þennan vanda. Hann tekur þó sérstaklega fram að hugmyndin sé vitaskuld ótengd því hvernig þeim finnist pólitíkin liggja hjá Ríkisútvarpinu núna. Slíkt geti verið breytilegt eftir umhverfi, málið sé prinsippmál. „Ef að það ríkir 100 prósent almenn ánægja með ríkisútvarpið eins og það er núna, þá myndi engin breyting verða á og við fengjum það staðfest að það ríkir sátt um þetta. Ef fólk myndi hins vegar streyma í aðrar áttir myndi RÚV kannski líta á það sem skilaboð frá markaðnum um að það þurfi að hegða sér meira í takt við vilja fólks og þá væri það líka góð niðurstaða,“ segir Snorri. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisútvarpið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
„Hvað er Miðflokkurinn?“ spyr RÚV í myndbandinu sem Snorri tekur til umfjöllunar, en þar er því haldið fram að, þrátt fyrir nafnið, sé Miðflokkurinn líklega lengst til hægri af þeim flokkum sem sitja á þingi. Miðflokkurinn svarar þessu og spyr: „Hvað er RÚV?“, áður en Snorri segir miðilinn líklega lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Snorri heldur svo áfram og segir að vinstri slagsíðan væri ekkert stórmál, nema fyrir þær sakir að skattgreiðendur þurfa að borga fyrir „allt dæmið“. Snorri tók svo til umfjöllun Ríkisútvarpsins um stefnu Miðflokksins í hælisleitendamálum, en þau sögðu yfirlýsta stefnu flokksins vera að enginn kæmi til landsins. Löguðum aðeins umfjöllunina ykkar @RUVfrettir pic.twitter.com/SriiYHVhBh— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 21, 2024 „Þarna er ekki tekið fram að við viljum í staðinn fyrir þetta hafa stjórn á málunum sjálf. Bjóða fólki í raunverulegri neyð til landsins og taka þá almennilega á móti því, ólíkt því óreiðuástandi sem nú ríkir,“ Þá sagði hann einnig að snúið væri út úr stefnu flokksins í loftslagsmálum. Í lokinn tekur hann fyrir kynningu Ríkisútvarpsins á Samfylkingunni í sambærilegu myndbandi á Tiktok, þar sem þau segja meginstefnu flokksins vera „jöfnuður, sjálfbærni og friður,“ „Miðflokkurinn styður þetta reyndar líka allt, en þið gleymduð að taka það fram ... Það mætti halda að markmiðið sé að láta okkur koma svolítið illa út,“ segir Snorri. Fyrst og fremst tilraun til að réttlæta atriðin sem komu fram um Miðflokkinn Snorri segir að hann hafi fundið fyrir einhverjum undarlegum undirtóni í umræddu Tiktok myndbandi, og flokkurinn hafi viljað gera þetta myndband til að fara yfir örfá atriði. „Ég get auðvitað ekki borað mér leið inn í heilabú þessa fjölmiðlafólks til að fullyrða svo fullum fetum að þaðan sé rekin tiltekin pólitísk stefna af einbeittum ásetningi. En það er þó upplifun sífellt fleiri hlustenda að hlutleysis sé ekki gætt. Það ber að taka alvarlega. Mínar athugasemdir voru þó fyrst og fremst tilraun til að réttlæta ákveðin atriði sem komu fram um okkur,“ segir Snorri. Hins vegar sé ekki galið að álykta út frá viðbrögðunum við myndbandinu að það sé tiltölulega útbreidd tilfinning meðal fólks að þessarar tilhneigingar gæti hjá Ríkisútvarpinu. „Mér finnst þetta alveg umræða sem vert er að taka, hvort að Ríkisútvarpið endurspegli eitthvað sem fólk telur almennt vera hlutlausa nálgun á stjórnmálin. Það er erfitt, það er ekkert einfalt að gæta hlutleysis,“ segir Snorri. Á vissan hátt sé óhjákvæmilegt að ákveðin pólitík myndist í flestum fjölmiðlum, það myndist ákveðin menning. Því sé það viss ómöguleiki að vera alveg hlutlaus, þótt það sé alltaf yfirlýst stefna. Sú annars göfuga stefna sé hæpnari í því upplýsingaumhverfi sem við búum við núna. Fólk geti veitt Ríkisútvarpinu aðhald með frjálsri ráðstöfun útvarpsgjaldsins Snorri segir að tillaga Miðflokksins um að fólk ákveði sjálft til hvaða fjölmiðils útvarpsgjaldið renni, leysi þennan vanda. Hann tekur þó sérstaklega fram að hugmyndin sé vitaskuld ótengd því hvernig þeim finnist pólitíkin liggja hjá Ríkisútvarpinu núna. Slíkt geti verið breytilegt eftir umhverfi, málið sé prinsippmál. „Ef að það ríkir 100 prósent almenn ánægja með ríkisútvarpið eins og það er núna, þá myndi engin breyting verða á og við fengjum það staðfest að það ríkir sátt um þetta. Ef fólk myndi hins vegar streyma í aðrar áttir myndi RÚV kannski líta á það sem skilaboð frá markaðnum um að það þurfi að hegða sér meira í takt við vilja fólks og þá væri það líka góð niðurstaða,“ segir Snorri.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisútvarpið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira