Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 14:36 Til vinstri er teikning af svæðinu eins og gert er ráð fyrir að svæðið muni líta út. Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. Næstkomandi mánudag munu íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði um skipulagsbreytingu við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðar mölunarverksmiðju. Kosningin stendur í tvær vikur en íbúar geta líka greitt atkvæði um þetta mál samhliða þingkosningum í lok mánaðar. Upphaflegri íbúakosningu var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir fiskeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni og ákvað meirihlutinn að gefa Heidelberg tækifæri á að svara þeim spurningum sem brenna á íbúum og fiskeldisfyrirtækinu og í gær var síðan íbúafundur á vegum sveitarfélagsins þar sem umrædd gögn voru kynnt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans. „Það var ráðinn þarna verkfræðistofa til þess að meta gögnin sem Heidelberg sendi inn til þess að svara þessum áhyggjum First water en í raun snerist þeirra mat á gögnum ekki um áhyggjur á fiskeldi heldur áhrif á íbúa þannig að þau voru sett fram eins og þau væru bara mjög jákvæð og hefðu engin áhrif og það var ekki fyrr en ég spurði hvort það væri verið að setja þetta fram með tilliti til íbúa eða fiskeldanna sem íbúar sem voru á fundinum fengu að vita það að þarna var verið að leggja fram gögn eins og þau væru miðuð við áhrif á íbúa en ekki fiskeldið þannig að þetta er rosalega sérstök framsetning og ekki til þess að auka trúverðugleika þess ferlis sem hefur verið í gangi í þessu máli sem hefur verið mjög ámælisvert, verð ég að segja.“ Þá fannst henni að upplýsingar um áhrif námuvinnslunnar á hafsbotni ekki nægilega greinargóðar, sér í lagi hvað varðar áhrif á hrygningarsvæði. „Mér fannst hann ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika ferlisins, þessa skipulagsferlis og vinnubrögð meirihlutans í þessu máli hafa verið bara alveg forkastanleg, svo ég segi það bara alveg eins og er og þessi fundur var bara enn einn liður í því þannig að þarna var ekki verið að upplýsa íbúa út frá þeim gögnum sem liggja fyrir heldur verið að setja fram misvísandi upplýsingar.“ Í skriflegu svari frá Erlu Sif Markúsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir að meirihlutinn hafi enga sérstaka skoðun á þessu máli og að hún telji að sex bæjarfulltrúar af sjö muni ekki reyna að hafa afskipti af skoðanamótun bæjarbúa, líkt og hún kemst að orði. Þá segir hún að hljóðmengun og rykmengun sé ekki við lóðamörk fyrirtækisins og að titringur á rekstrartíma verði óverulegur samkvæmt skýrslunni. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Næstkomandi mánudag munu íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði um skipulagsbreytingu við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðar mölunarverksmiðju. Kosningin stendur í tvær vikur en íbúar geta líka greitt atkvæði um þetta mál samhliða þingkosningum í lok mánaðar. Upphaflegri íbúakosningu var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir fiskeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni og ákvað meirihlutinn að gefa Heidelberg tækifæri á að svara þeim spurningum sem brenna á íbúum og fiskeldisfyrirtækinu og í gær var síðan íbúafundur á vegum sveitarfélagsins þar sem umrædd gögn voru kynnt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans. „Það var ráðinn þarna verkfræðistofa til þess að meta gögnin sem Heidelberg sendi inn til þess að svara þessum áhyggjum First water en í raun snerist þeirra mat á gögnum ekki um áhyggjur á fiskeldi heldur áhrif á íbúa þannig að þau voru sett fram eins og þau væru bara mjög jákvæð og hefðu engin áhrif og það var ekki fyrr en ég spurði hvort það væri verið að setja þetta fram með tilliti til íbúa eða fiskeldanna sem íbúar sem voru á fundinum fengu að vita það að þarna var verið að leggja fram gögn eins og þau væru miðuð við áhrif á íbúa en ekki fiskeldið þannig að þetta er rosalega sérstök framsetning og ekki til þess að auka trúverðugleika þess ferlis sem hefur verið í gangi í þessu máli sem hefur verið mjög ámælisvert, verð ég að segja.“ Þá fannst henni að upplýsingar um áhrif námuvinnslunnar á hafsbotni ekki nægilega greinargóðar, sér í lagi hvað varðar áhrif á hrygningarsvæði. „Mér fannst hann ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika ferlisins, þessa skipulagsferlis og vinnubrögð meirihlutans í þessu máli hafa verið bara alveg forkastanleg, svo ég segi það bara alveg eins og er og þessi fundur var bara enn einn liður í því þannig að þarna var ekki verið að upplýsa íbúa út frá þeim gögnum sem liggja fyrir heldur verið að setja fram misvísandi upplýsingar.“ Í skriflegu svari frá Erlu Sif Markúsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir að meirihlutinn hafi enga sérstaka skoðun á þessu máli og að hún telji að sex bæjarfulltrúar af sjö muni ekki reyna að hafa afskipti af skoðanamótun bæjarbúa, líkt og hún kemst að orði. Þá segir hún að hljóðmengun og rykmengun sé ekki við lóðamörk fyrirtækisins og að titringur á rekstrartíma verði óverulegur samkvæmt skýrslunni.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16
Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent