Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2024 13:02 100 stiga maðurinn Danny Shouse er viðmælandi í fyrsta þættinum. mynd/aðsend Heimildarþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið. Í fyrsta þætti verður fjallað um ævintýraleg upphafsár um miðbik áttunda áratugarins þegar fyrstu Kanarnir hófu að koma hingað til lands til að leika sem atvinnumenn. Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti