Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 12:33 Hörður Björgvin Magnússon hefur mátt þola afar erfiðan tíma hjá Panathinaikos, vegna meiðsla. Getty/Jose Manuel Alvarez Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, mun ekki geta spilað að nýju fyrr en næsta vor en þá verður eitt og hálft ár liðið síðan að hann sleit krossband í hné. Fótbolti.net greinir frá þessu og segir að Hörður hafi nýverið neyðst til að fara í aðra aðgerð vegna verks í hné, eftir að hafa verið kominn aftur á ferðina í haust eftir hið langa og erfiða endurhæfingarferli sem fylgir krossbandsslitum. Hörður er leikmaður Panathinaikos og hann sleit upphaflega krossband í hné í leik við AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni, í september 2023. Harðar hefur verið saknað í íslenska landsliðinu en þar hefur hann spilað 49 leiki, þar á meðal alla þrjá leikina á HM 2018. Gæti snúið aftur rétt áður en samningur rennur út Þessi 31 árs gamli varnarmaður fór samkvæmt frétt Fótbolta.net í seinni hnéaðgerðina í Barcelona, hjá spænska lækninum Ramon Cugat sem er sá sami og sá um aðgerðina fyrir Manchester City-manninn Rodri, handhafa Gullknattarins. „Hörður fór í liðspeglun og var hugað að sinabólgu til að ná stöðugleika á hnéð,“ segir í fréttinni og er talið að Hörður gæti snúið aftur til leiks í apríl eða maí á næsta ári. Það yrði þá rétt áður en núgildandi samningur Harðar við Panathinaikos á að renna út, en hann gildir út júní á næsta ári. Hörður hefur verið leikmaður Panathinaikos frá árinu 2022 en var áður hjá CSKA Moskvu í fjögur ár. Þar áður lék hann með Bristol City eftir að hafa byrjað atvinnumannsferil sinn sem leikmaður Juventus, þó hann hafi ekki spilað fyrir aðallið félagsins. Hann lék sem lánsmaður með Spezia og Cesena á Ítalíu áður en hann fór til Bristol árið 2016, eftir að hafa verið í EM-hópi Íslands í Frakklandi það ár. Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá þessu og segir að Hörður hafi nýverið neyðst til að fara í aðra aðgerð vegna verks í hné, eftir að hafa verið kominn aftur á ferðina í haust eftir hið langa og erfiða endurhæfingarferli sem fylgir krossbandsslitum. Hörður er leikmaður Panathinaikos og hann sleit upphaflega krossband í hné í leik við AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni, í september 2023. Harðar hefur verið saknað í íslenska landsliðinu en þar hefur hann spilað 49 leiki, þar á meðal alla þrjá leikina á HM 2018. Gæti snúið aftur rétt áður en samningur rennur út Þessi 31 árs gamli varnarmaður fór samkvæmt frétt Fótbolta.net í seinni hnéaðgerðina í Barcelona, hjá spænska lækninum Ramon Cugat sem er sá sami og sá um aðgerðina fyrir Manchester City-manninn Rodri, handhafa Gullknattarins. „Hörður fór í liðspeglun og var hugað að sinabólgu til að ná stöðugleika á hnéð,“ segir í fréttinni og er talið að Hörður gæti snúið aftur til leiks í apríl eða maí á næsta ári. Það yrði þá rétt áður en núgildandi samningur Harðar við Panathinaikos á að renna út, en hann gildir út júní á næsta ári. Hörður hefur verið leikmaður Panathinaikos frá árinu 2022 en var áður hjá CSKA Moskvu í fjögur ár. Þar áður lék hann með Bristol City eftir að hafa byrjað atvinnumannsferil sinn sem leikmaður Juventus, þó hann hafi ekki spilað fyrir aðallið félagsins. Hann lék sem lánsmaður með Spezia og Cesena á Ítalíu áður en hann fór til Bristol árið 2016, eftir að hafa verið í EM-hópi Íslands í Frakklandi það ár.
Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira