Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2024 16:47 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Vilhelm Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. „Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54
Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40
Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09