Í maí 2017 varð Gomes fjórði yngsti leikmaður í sögu United þegar hann kom við sögu í 2-0 sigri á Crystal Palace, aðeins sextán ára og 263 daga gamall.
Leikirnir urðu aðeins níu í viðbót áður en Gomes yfirgaf United sumarið 2020 og gekk í raðir Lille í Frakklandi. Þar hefur hann spilað vel og unnið sér sæti í enska landsliðinu.
Samningur hins 24 ára Gomes við Lille rennur út eftir tímabilið og enskir fjölmiðlar greina frá því að United hafi áhuga á að fá leikmanninn aftur til félagsins.
Amorim er aðdáandi Gomes sem og Dan Ashworth og Jason Wilcox sem sjá um leikmannakaup og -sölur hjá United.
Hjá Lille leikur Gomes með íslenska landsliðsmanninum Hákoni Arnari Haraldssyni. Liðið er í 4. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og því fjórtánda í Meistaradeild Evrópu.