„Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:11 vísir Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. Helga Jónasdóttir aðstoðarskólastjóri VMA staðfesti í samtali við fréttastofu í morgun, frásögn skólameistara VMA frá því á Vísi í gær um að hún hefði beðið fulltrúa Miðflokksins um að fara út úr húsnæði skólans. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA sagði á Vísi í gær að aðstoðarskólastjóri hefði vísað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og tveimur fulltrúum flokksins út úr skólanum fyrir að teikna myndir og skrifa á kosningavarning Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Spurð spjörunum úr á kosningaviðburði Forsaga málsins er að nemendafélag skólans stóð fyrir kosningaviðburði í skólanum í gærmorgun. Þangað hafi fulltrúar flokkanna í Norðausturkjördæmi mætt en viðburðurinn var á vegum verkefnisins #Égkýs. Sigríður sagði að fulltrúi Miðflokksins á fundinum hafi fengið spurningar frá nemum um tolla og hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk. Þessu hafi verið vel svarað af fulltrúa Miðflokksins. Undir lok skóladags hafi formaðurinn og tveir aðrir fulltrúar flokksins svo mætt í húsnæði skólans að sögn til að svara spurningunni um tolla. Stuttu síðar hafi hún frétt af því að aðstoðarskólastjórinn hafi vísað þeim út skólanum. Segir frambjóðendur Miðflokksins hafa uppnefnt son sinn Foreldri nemendans sem bar upp spurninguna um tollana á fundinum segir í færslu á Facebook að frambjóðendur Miðflokksins í kjördæminu hafi uppnefnt son sinn þegar þeir mættu í skólann í gær og talað niður til hans með því að halda því fram að spurningin væri komin heiman að frá honum. Þá hafi hann verið uppnefndur af Miðflokksfólki. Færsluna má sjá að neðan. Foreldri nemenda í Verkmenntaskólanum á Akureyri sagði farir sonar síns ekki sléttar í samskiptum við frambjóðendur Miðflokksins.Vísir Formaður Miðflokksins vísar frásögnum á bug Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tjáði sig strax um málið á Facebook í gær og hafnaði að sér hefði verið vísað út úr skólanum. Hann stendur við það í samtali við fréttastofu í dag. „Þetta er ekki rétt. Mér var alla vega ekki vísað út. Ég talaði bara við nemendur. Ég fór þarna inn. Keypti mér samloku setti hana í samlokugrillið og þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa. Ég hitti svona hundrað nemendur sem voru allir kátir og vildu ræða stjórnmál af mikilli skynsemi. Nemandi vildi svo fá áritun á verkfærið sitt, einhver fann tússpenna, aðrir komu með eitthvað sem þeir höfðu fengið og vildu láta skreyta. Það var engin illkvittni í þessu. Einu breytingarnar voru að gera myndarlega frambjóðendur enn myndarlegri. Það eru nokkur svona verk þarna úti sem kannski birtast á uppoðshúsum á næstu dögum,“ segir Sigmundur. Mikið ber á milli frásagna skólastjóra, og aðstoðarskólastjóra VMA og Sigmundar. Hann telur ástæðuna vera að Sigríður Huld skólastjóri tilheyri öðrum flokki en Miðflokknum. Sigríður Huld var í 22. sæti Samfylkingarinnar á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum 2022. „Er það ekki bara af því að skólatjórinn er virk í Samfylkingunni og sá þarna tækifæri til að búa til einhverja sögu. Ég tek ekki á neinn hátt undir þá sögu,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndskreytti kosningavarning frá Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Hér má sjá myndskreytingu hans á varningi þar sem búið er að teikna á andlit þeirra Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þá ritaði hann nafn sitt á húfu frá Flokki fólksins.Vísir Allir hafi verið kátir með skreytinguna Aðspurður hvort honum finnst sæma þingmanni að skrifa á kosningavarning annarra flokka svarar Sigmundur: „Þetta var eitthvað sem nemendur höfðu fengið og báðu mig um að skrifa á.“ Sigmundur var í þessu samhengi spurður að því hvort hann geri allt sem hann sé beðinn um. „Ég reyni að þóknast fólki. Það var enginn illkvitni í þessu. Þetta var bara til þess að verða við óskum þessara ungmenna. Það voru allir kátir með það og ekkert út á það að setja,“ segir Sigmundur. Aðspurður um hvort að hann telji að flokkarnir sem standa að umræddum kosningavarningi, Framsókn og Flokkur fólksins, séu kátir svarar hann. Já ég gerði þá enn þá myndarlegri en þeir eru fyrir. Þá bað nemandi mig um að endurhanna húfu Flokks fólksins og setti hana svo upp og við fórum í sjómann. Sigmundur kannast ekki við að nemandi hafi verið uppnefndur í heimsókn í skólann. „Ég veit ekkert um þetta. Ég uppnefndi engan.“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi heyrt eitthvað slíkt frá öðrum fulltrúum flokksins sem voru með í för svarar Sigmundur: „Það finnst mér ólíklegt. En ég veit ekki hvað aðrir hafa rætt einhvers staðar annars staðar.“ „Takk VMA“ Sigmundur segist hafa fengið frábærar viðtökur í VMA. „Ég myndi vilja koma því á framfæri við Verkmenntaskólann á Akureyri að þeir eru með frábæra nemendur. Það er alltaf gaman að fara í framhaldsskóla en ég veit ekki um neinn skóla sem er eins gaman að heimsækja og maður fær eins góðar viðtökur í. Þannig að takk VMA,“ segir hann. Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Helga Jónasdóttir aðstoðarskólastjóri VMA staðfesti í samtali við fréttastofu í morgun, frásögn skólameistara VMA frá því á Vísi í gær um að hún hefði beðið fulltrúa Miðflokksins um að fara út úr húsnæði skólans. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA sagði á Vísi í gær að aðstoðarskólastjóri hefði vísað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og tveimur fulltrúum flokksins út úr skólanum fyrir að teikna myndir og skrifa á kosningavarning Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Spurð spjörunum úr á kosningaviðburði Forsaga málsins er að nemendafélag skólans stóð fyrir kosningaviðburði í skólanum í gærmorgun. Þangað hafi fulltrúar flokkanna í Norðausturkjördæmi mætt en viðburðurinn var á vegum verkefnisins #Égkýs. Sigríður sagði að fulltrúi Miðflokksins á fundinum hafi fengið spurningar frá nemum um tolla og hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk. Þessu hafi verið vel svarað af fulltrúa Miðflokksins. Undir lok skóladags hafi formaðurinn og tveir aðrir fulltrúar flokksins svo mætt í húsnæði skólans að sögn til að svara spurningunni um tolla. Stuttu síðar hafi hún frétt af því að aðstoðarskólastjórinn hafi vísað þeim út skólanum. Segir frambjóðendur Miðflokksins hafa uppnefnt son sinn Foreldri nemendans sem bar upp spurninguna um tollana á fundinum segir í færslu á Facebook að frambjóðendur Miðflokksins í kjördæminu hafi uppnefnt son sinn þegar þeir mættu í skólann í gær og talað niður til hans með því að halda því fram að spurningin væri komin heiman að frá honum. Þá hafi hann verið uppnefndur af Miðflokksfólki. Færsluna má sjá að neðan. Foreldri nemenda í Verkmenntaskólanum á Akureyri sagði farir sonar síns ekki sléttar í samskiptum við frambjóðendur Miðflokksins.Vísir Formaður Miðflokksins vísar frásögnum á bug Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tjáði sig strax um málið á Facebook í gær og hafnaði að sér hefði verið vísað út úr skólanum. Hann stendur við það í samtali við fréttastofu í dag. „Þetta er ekki rétt. Mér var alla vega ekki vísað út. Ég talaði bara við nemendur. Ég fór þarna inn. Keypti mér samloku setti hana í samlokugrillið og þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa. Ég hitti svona hundrað nemendur sem voru allir kátir og vildu ræða stjórnmál af mikilli skynsemi. Nemandi vildi svo fá áritun á verkfærið sitt, einhver fann tússpenna, aðrir komu með eitthvað sem þeir höfðu fengið og vildu láta skreyta. Það var engin illkvittni í þessu. Einu breytingarnar voru að gera myndarlega frambjóðendur enn myndarlegri. Það eru nokkur svona verk þarna úti sem kannski birtast á uppoðshúsum á næstu dögum,“ segir Sigmundur. Mikið ber á milli frásagna skólastjóra, og aðstoðarskólastjóra VMA og Sigmundar. Hann telur ástæðuna vera að Sigríður Huld skólastjóri tilheyri öðrum flokki en Miðflokknum. Sigríður Huld var í 22. sæti Samfylkingarinnar á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum 2022. „Er það ekki bara af því að skólatjórinn er virk í Samfylkingunni og sá þarna tækifæri til að búa til einhverja sögu. Ég tek ekki á neinn hátt undir þá sögu,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndskreytti kosningavarning frá Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Hér má sjá myndskreytingu hans á varningi þar sem búið er að teikna á andlit þeirra Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þá ritaði hann nafn sitt á húfu frá Flokki fólksins.Vísir Allir hafi verið kátir með skreytinguna Aðspurður hvort honum finnst sæma þingmanni að skrifa á kosningavarning annarra flokka svarar Sigmundur: „Þetta var eitthvað sem nemendur höfðu fengið og báðu mig um að skrifa á.“ Sigmundur var í þessu samhengi spurður að því hvort hann geri allt sem hann sé beðinn um. „Ég reyni að þóknast fólki. Það var enginn illkvitni í þessu. Þetta var bara til þess að verða við óskum þessara ungmenna. Það voru allir kátir með það og ekkert út á það að setja,“ segir Sigmundur. Aðspurður um hvort að hann telji að flokkarnir sem standa að umræddum kosningavarningi, Framsókn og Flokkur fólksins, séu kátir svarar hann. Já ég gerði þá enn þá myndarlegri en þeir eru fyrir. Þá bað nemandi mig um að endurhanna húfu Flokks fólksins og setti hana svo upp og við fórum í sjómann. Sigmundur kannast ekki við að nemandi hafi verið uppnefndur í heimsókn í skólann. „Ég veit ekkert um þetta. Ég uppnefndi engan.“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi heyrt eitthvað slíkt frá öðrum fulltrúum flokksins sem voru með í för svarar Sigmundur: „Það finnst mér ólíklegt. En ég veit ekki hvað aðrir hafa rætt einhvers staðar annars staðar.“ „Takk VMA“ Sigmundur segist hafa fengið frábærar viðtökur í VMA. „Ég myndi vilja koma því á framfæri við Verkmenntaskólann á Akureyri að þeir eru með frábæra nemendur. Það er alltaf gaman að fara í framhaldsskóla en ég veit ekki um neinn skóla sem er eins gaman að heimsækja og maður fær eins góðar viðtökur í. Þannig að takk VMA,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent