Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:36 Þrátt fyrir að talað sé „minni virkni“ og að gosið „malli“ segir Hjördís öruggast að halda sig frá því. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira