Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2024 01:46 „Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari,“ segir Eiríkur Óli um viðbrögð afastráksins síns við gosinu. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson, Grindvíkingur, var staddur í bænum þegar gosið hófst í gærkvöldi. Hann heyrði ekki í viðvörunarlúðrum sem láta íbúa bæjarins vita þegar það byrjar að gjósa. Það er í annað skipti sem það gerist. „Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
„Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira