Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að stefnt sé að því að Fossvogsbrú verði klár árið 2028. Vísir/Einar Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári. Á dögunum kynnti Vegagerðin nýja umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. „Nú eru Kópavogur og Reykjavík að kynna sínar tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags. Það er í kynningarferli nú til 25. janúar og verða haldnir kynningarfundir fyrir almenning í byrjun janúar bæði í Kópavogi og Reykjavík,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Þessi fyrsta lota er fimmtán kílómetra löng og gert er ráð fyrir 26 stoppistöðvum. Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Mest áberandi framkvæmdin er Fossvogsbrú og undirbúningur fyrir landfyllingu hafin á Kársnesi, sem búið er að bjóða út. „Við erum búin að bjóða út fyllingna, tilboð opna núna í byrjun desember þannig að vonandi geta menn hafið framkvæmdir hér snemma á næsta ári. Þá um það leyti getum við líka farið að bjóða út brúarsmíðina sjálfa,“ segir Davíð. Gert er ráð fyrir að brúarsmíðinni ljúki um mitt ár 2028. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar, til að mynda er hætt vð að borgarlínan aki í blandaðri umferð hringinn í kring um Tjörnina og nú gert ráð fyrir að borgarlínan fari ein um Skothús- og Fríkirkjuvegi. „Þegar kemur að bílaumferð í Reykjavík er það ekki fyrr en seinna, 2026 eða 2027 jafnvel 2028, sem menn fara fyrst að sjá truflanir. Við auðvitað reynum að tryggja vel allar hjáleiðir og skipta þessu niður. Þetta eru margir leggir sem þetta skiptist í þannig að það verður tekinn einn bútur í einu þannig að það verði sem minnst röskun af þessu.“ Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Fossvogsbrú Vegagerð Tengdar fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04 Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Á dögunum kynnti Vegagerðin nýja umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. „Nú eru Kópavogur og Reykjavík að kynna sínar tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags. Það er í kynningarferli nú til 25. janúar og verða haldnir kynningarfundir fyrir almenning í byrjun janúar bæði í Kópavogi og Reykjavík,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Þessi fyrsta lota er fimmtán kílómetra löng og gert er ráð fyrir 26 stoppistöðvum. Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Mest áberandi framkvæmdin er Fossvogsbrú og undirbúningur fyrir landfyllingu hafin á Kársnesi, sem búið er að bjóða út. „Við erum búin að bjóða út fyllingna, tilboð opna núna í byrjun desember þannig að vonandi geta menn hafið framkvæmdir hér snemma á næsta ári. Þá um það leyti getum við líka farið að bjóða út brúarsmíðina sjálfa,“ segir Davíð. Gert er ráð fyrir að brúarsmíðinni ljúki um mitt ár 2028. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar, til að mynda er hætt vð að borgarlínan aki í blandaðri umferð hringinn í kring um Tjörnina og nú gert ráð fyrir að borgarlínan fari ein um Skothús- og Fríkirkjuvegi. „Þegar kemur að bílaumferð í Reykjavík er það ekki fyrr en seinna, 2026 eða 2027 jafnvel 2028, sem menn fara fyrst að sjá truflanir. Við auðvitað reynum að tryggja vel allar hjáleiðir og skipta þessu niður. Þetta eru margir leggir sem þetta skiptist í þannig að það verður tekinn einn bútur í einu þannig að það verði sem minnst röskun af þessu.“
Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Fossvogsbrú Vegagerð Tengdar fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04 Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04
Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent