Enski boltinn

Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryan Mbeumo er næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Bryan Mbeumo er næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Mark Leech

Frammistaða Bryans Mbeumo með Brentford undanfarin misseri hefur vakið athygli stærri félaga sem hafa áhuga á að klófesta kamerúnska framherjann.

Mbeumo hefur skorað átta mörk fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í vetur en aðeins Erling Haaland hjá Manchester City hefur skorað meira (12).

Enskir fjölmiðlar greina frá því Liverpool og Newcastle United hafi bæði áhuga á Mbeumo og muni berjast um að tryggja sér þjónustu kappans. Forráðamenn Liverpool líta jafnvel á Mbeumo sem mögulegan arftaka Mohameds Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Mbeumo kom til Brentford frá Troyes í Frakklandi 2019. Hann hefur leikið 211 leiki fyrir Lundúnaliðið og skorað 58 mörk.

Hinn 25 ára Mbeumo lék með yngri landsliðum Frakklands en hefur leikið með A-landsliði Kamerún síðan 2022, alls tuttugu leiki og skorað fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×