Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum hið spennandi verkefni næsta haust að reyna að koma sér inn á HM 2026 í Norður-Ameríku. Getty/Michael Steele Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins bíða nú eftir tveimur dráttum. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Í umspilinu verður leikið á heima- og útivelli, en heimaleikur Íslands verður erlendis vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Þann 13. desember verður svo dregið í undankeppni HM 2026, sem verður spiluð á næsta ári, frá mars til nóvember. Í undankeppninni verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum og kemst sigurlið hvers riðils beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil með fjórum liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, og komast fjögur lið á HM í gegnum það umspil. Leika alla undankeppnina næsta haust Það er þegar orðið ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, en ekki fimm liða, og spilar því samtals aðeins sex leiki í henni, öfugt við til dæmis tíu leiki í undankeppninni sem kom Íslandi á HM 2018. Þar spilar inn í að liðið verður upptekið í Þjóðadeildarumspilinu í mars, og mun Ísland því ekki hefja sína undankeppni fyrir HM fyrr en í september á næsta ári, og ljúka henni í nóvember. Þá ætti blandaði grasvöllurinn á Laugardalsvelli, þar sem framkvæmdir standa yfir, að vera orðinn klár. Búið er að flokka Evrópuþjóðirnar í fimm styrkleikaflokka fyrir dráttinn í undankeppni HM. Ísland mun dragast gegn einu liði úr flokki 1, einu úr flokki 2 og einu úr flokki 4, en ekki fá lið úr neðsta flokknum. Gallinn er að liðið sem Ísland fær úr efsta flokki verður kannski ekki ljóst fyrr en eftir 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar í mars, þegar skýrist hvaða lið verða upptekin í undanúrslitum keppninar í júní. Ljóst er að í flokki 2 koma aðeins sex lið til greina í riðil Íslands, en það eru þau lið sem líkt og Ísland verða upptekin í umspilsleikjum í mars. Styrkleikaflokkar fyrir drátt í undankeppni HM: Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Portúgal, Frakkland, Ítalía, Holland, Danmörk, Króatía, England, Belgía, Sviss, Austurríki. Flokkur 2: Úkraína, Tyrkland, Ungverjaland, Serbía, Grikkland, Slóvakía. (Svíþjóð, Wales, Pólland, Rúmenía, Tékkland og Noregur verða í fimm liða riðlum og koma ekki til greina sem mótherjar Íslands) Flokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, Norður-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, Norður-Írland, Svartfjallaland, Bosnía, Ísrael. Flokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Kósovó, Hvíta-Rússlnad, Armenía, Kasakstan, Aserbaísjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland, Litháen. Flokkur 5 (ekki í riðli með Íslandi): Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein, San Marínó. HM 2026 í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins bíða nú eftir tveimur dráttum. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Í umspilinu verður leikið á heima- og útivelli, en heimaleikur Íslands verður erlendis vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Þann 13. desember verður svo dregið í undankeppni HM 2026, sem verður spiluð á næsta ári, frá mars til nóvember. Í undankeppninni verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum og kemst sigurlið hvers riðils beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil með fjórum liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, og komast fjögur lið á HM í gegnum það umspil. Leika alla undankeppnina næsta haust Það er þegar orðið ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, en ekki fimm liða, og spilar því samtals aðeins sex leiki í henni, öfugt við til dæmis tíu leiki í undankeppninni sem kom Íslandi á HM 2018. Þar spilar inn í að liðið verður upptekið í Þjóðadeildarumspilinu í mars, og mun Ísland því ekki hefja sína undankeppni fyrir HM fyrr en í september á næsta ári, og ljúka henni í nóvember. Þá ætti blandaði grasvöllurinn á Laugardalsvelli, þar sem framkvæmdir standa yfir, að vera orðinn klár. Búið er að flokka Evrópuþjóðirnar í fimm styrkleikaflokka fyrir dráttinn í undankeppni HM. Ísland mun dragast gegn einu liði úr flokki 1, einu úr flokki 2 og einu úr flokki 4, en ekki fá lið úr neðsta flokknum. Gallinn er að liðið sem Ísland fær úr efsta flokki verður kannski ekki ljóst fyrr en eftir 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar í mars, þegar skýrist hvaða lið verða upptekin í undanúrslitum keppninar í júní. Ljóst er að í flokki 2 koma aðeins sex lið til greina í riðil Íslands, en það eru þau lið sem líkt og Ísland verða upptekin í umspilsleikjum í mars. Styrkleikaflokkar fyrir drátt í undankeppni HM: Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Portúgal, Frakkland, Ítalía, Holland, Danmörk, Króatía, England, Belgía, Sviss, Austurríki. Flokkur 2: Úkraína, Tyrkland, Ungverjaland, Serbía, Grikkland, Slóvakía. (Svíþjóð, Wales, Pólland, Rúmenía, Tékkland og Noregur verða í fimm liða riðlum og koma ekki til greina sem mótherjar Íslands) Flokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, Norður-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, Norður-Írland, Svartfjallaland, Bosnía, Ísrael. Flokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Kósovó, Hvíta-Rússlnad, Armenía, Kasakstan, Aserbaísjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland, Litháen. Flokkur 5 (ekki í riðli með Íslandi): Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein, San Marínó.
HM 2026 í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira