„Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Craig Bellamy veifaði fingri þegar Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, mótmælti þriðja marki Wales í gær. Davíð Snorri fékk að lokum gult spjald, eins og Bellamy hafði reyndar fengið fyrr í leiknum. Getty/Nick Potts Craig Bellamy stýrði Wales til 4-1 sigurs gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í gærkvöldi og þar með vann Wales sinn riðil í B-deildinni, og komst beint upp í A-deild. Hann er stoltur af sjálfum sér og vill sýna fólki að hann sé enginn brjálæðingur. Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira