Fótbolti

Lé­legasta lands­lið heims fékk flestar heim­sóknir eftir sögu­legan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicola Nanni skoraði fyrir San Marínó í gær.
Nicola Nanni skoraði fyrir San Marínó í gær. Getty/Giuseppe Maffia

Þetta hefur verið sögulegt haust fyrir smáríkið San Marínó sem var tölfræðilega lélegasta landslið heims samkvæmt síðasta styrkleikalista FIFA.

San Marínó vann nefnilega Liechtenstein tvisvar sinnum í D-deild Þjóðadeildarinnar og vann sér með því sæti í C-deildinni.

Seinni leikurinn vannst 3-1 á útivelli í gær og það þrátt fyrir að lenda undir í leiknum. Það var fyrsti útisigur í sögu knattspyrnulandsliðs San Marínó.

Það hafa líka margir áhuga á ævintýri liðsins eins og sést vel á heimsóknum á síðu landsliðsins á Transfermark síðunni.

Á síðunni má finna alls konar upplýsingar um leikmenn liðanna og það vildu greinilega margir forvitnast um hvaða leikmenn eru að skila San Marínó þessum sigri.

Samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt þá fékk síða landsliðs San Marínó fleiri heimsóknir eftir sigurinn á Liechtenstein en öll önnur fótboltafélög heims á sama tíma.

Í öðru og þriðja sætið voru stórliðin Real Madrid og Barcelona en svo komu Fenerbachce og Manchester United.

San Marínó var í 210. og síðasta sæti á síðasta styrkleikalista FIFA. Þessir tveir sigrar á Liechtenstein hljóta þó að hjálpa liðinu upp úr síðasta sætinu á næsta lista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×