Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 12:32 Daniel Dubois rotaði Anthony Joshua á Wembley í september og er heimsmeistari í þungavigt. Getty/Bradley Collyer Hnefaleikakappinn Daniel Dubois, heimsmeistari í þungavigt, hefur boðið Jake Paul í hringinn eftir að Paul hafði betur gegn hinum 58 ára gamla Mike Tyson á föstudaginn. Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter. Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter.
Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01
Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast