Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Lovísa Arnardóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:32 Guðrún Hafsteinsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tókust á um útlendingamál og landamæri í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm og Einar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Guðrún kynnti fyrir helgi nýja stefnu stjórnvalda sem á að gilda til 2028 um landamærin. Síðasta stefna hafi runnið út við lok síðasta árs. Stefnan hafi verið til í september og verið kynnt Frontex, Landamærastofnun Evrópu, á þeim tíma. Aðgerðirnar séu tólf og miði að því að tryggja landamærin. Píratar hafa gagnrýnt þessa kynningu og hafa sagt að ekki verkefni starfsstjórnar að fara í svo mikla stefnumótun. Þá bendir Þórhildur Sunna á viðmið Feneyjarnefndar um að misnota aðstöðu í kosningabaráttu. Í viðmiðunum sé til dæmis fjallað um blaðamannafundi sem haldnir eru með opinberum fulltrúum valds, eins og lögreglu, það sé aðstöðumunur falinn í því. Það sé verið að misnota vald til eigin hagsmuna. Þórhildur Sunna segir þessi viðmið nefndarinnar skýr og telur rétt að innleiða þau hér til að koma í veg fyrir spillingu og misnotkun valds í aðdraganda kosninga. Guðrún segir stefnuna hafa verið til áður en starfsstjórn tók til starfa og henni hafi þótt skrítið að birta hana ekki fyrst hún væri til. Þórhildur Sunna og Guðrún ræddu málefni innflytjenda, útlendinga og landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö kerfi sem verði að vera aðskilin Þórhildur Sunna segir fullmikið gert úr flóttamannamálum í kosningabaráttunni. Hún segir vandasamt að tala um flóttamenn og blanda því við umfjöllun um aðra innflytjendur. Hún segir þetta geta valið auknum fordómum í samfélaginu gagnvart innflytjendum og fólki á flótta. Guðrún segir að það verði að gera greinarmun á umsækjendum um alþjóðlega vernd og þeim sem hingað koma til að lifa og starfa. Hún hafi verið stolt af því þegar ríkisstjórnin samþykkti heildarsýn í málaflokki innflytjenda á árinu. Inn í því séu bæði breytingar á útlendingalögum en líka fjallað um aðlögun innflytjenda. Hún segir of margar umsóknir um alþjóðlega vernd, of mikinn kostnað í kerfinu og það þurfi að tryggja brottflutning þeirra sem fá synjun. Kostnaðurinn við kerfið í fyrra hafi verið um 20 milljarðar og áætlanir hafi sýnt fram á að ef ekkert yrði gert yrði hann 28 milljarðar á þessu ári. Það verður þó ekki raunin segir Guðrún og að breytingar á útlendingalögunum hafi haft mikið um það að segja. Umsóknum hafi á milli ára fækkað um 54 prósent. Þær hafi verið um fjögur þúsund í fyrra en séu í ár um 1.500. Þá sé líka meiri árangur í því að koma þeim frá landi sem hefur verið synjað um vernd og í því að vísa fólki frá landi aftur við landamærin. Þórhildur Sunna bendir á að mesta fækkun í umsóknum hafi verið vegna fækkunar umsókna frá Úkraínu og það komi breytingum á útlendingalögum ekki við. Flóttamenn frá Úkraínu séu hér á undanþágu sem hafi verið framlengd til fimm ára. Þetta sé því frekar almenn þróun fólksflutninga í heiminum og hún sé breytileg eftir árum. Það hafi aldrei fleiri verið á flótta og fjöldinn eigi eftir að aukast. Kostnaður við það að meina fólki að vinna Þórhildur Sunna segir mesta kostnaðinn við umsóknirnar falinn í því að neita umsækjendum um efnismeðferð, að vísa þeim frá landi og að meina þeim að vinna á meðan þau bíða þess að umsóknin verði tekin til meðferðar. Þegar fólk fái landvistarleyfi fái það atvinnuleyfi en Píratar vilji að atvinnuleyfi fylgi öllum tegundum dvalarleyfa til að gera fólki kleift að vinna fyrir sér. „Þegar fólk er komið með vernd þá sest það hér að. Borgar sína eigin leigu og vinnur sína eigin vinnu. Þetta er fólkið sem vinnur í heilbrigðisstofnunum okkar, hjúkrunarrýmunum okkar og fólkið sem tekur virkan þátt í íslensku samfélagi,“ segir Þórhildur Sunna og að mörgum grunnstoðum samfélagsins sé haldið uppi af innflytjendum og fólki sem hingað hefur komið sem umsækjendur um alþjóðlega vernd. Guðrún segir að á Íslandi sé tvöfalt kerfi. Það sé dvalarleyfiskerfi og svo kerfi fyrir þau sem koma og sækja um alþjóðlega vernd. Það sé ekki hægt að blanda saman þessum kerfum. Fólk sem komi hingað úr stríði eða öðrum aðstæðum þar sem lífi þess sé stefnt í hættu sé ekki endilega í ástandi til að vinna um leið og það kemur. Það glími við áfallastreitu og það þurfi annað kerfi að taka á móti þeim en þeim sem hingað koma til að vinna. „Við erum búin að vera hér með mikinn fjölda umsókna í verndarkerfinu okkar frá fólki sem hingað með tilhæfulausar umsóknir og þarf ekki á þessari vernd að halda,“ segir Guðrún og að málaflokkurinn hafi farið úr böndunum síðustu ár. Fjölda á flótta fjölgað um allan heim Á tímabilinu 2003 til 2016 hafi verið um 1.400 umsóknir um vernd en frá 2016 til 2023 hafi verið 13.500 umsóknir. „Það er mikill barnaskapur að halda það að þessi mikli fjöldi hafi ekki áhrif á alla okkar innviði og allt okkar kerfi,“ segir Guðrún. Hún segir að hún hafi ekki farið inn í dómsmálaráðuneytið til að ala á útlendingaandúð heldur til að tryggja hagsmuni allra i landinu. Hún hafi lagt áherslu á að samræma löggjöf Íslendinga við löggjöf annarra Norðurlanda. Þórhildur Sunna segir að á þessu tímabili hafi almennt fólki fjölgað mjög í heiminum á flótta. Það sé alls ekki séríslenskt fyrirbæri. Þá segir Þórhildur Sunna það ekki rétt að Ísland sé eitt með sérreglur, það séu öll Norðurlöndin með sínar eigin reglur. Ísland sé samt eina ríkið sem svipti fólki allri þjónustu eftir að það hefur fengið synjun um alþjóðlega vernd. Oft sé erfitt að vísa þeim frá landi vegna þess að til dæmis sé ekki búið að gera móttökusamning við ríkið sem eigi að taka við þeim. Þá bendir hún á að það fólk sem er í þessari stöðu sé oft í meiri hættu á að lenda í mansali eða verða óprúttnum aðilum að bráð. Þórhildur Sunna segir það mikið ábyrgðarleysi. Guðrún segir þetta misskilning. Að fólk missi ekki þjónustu ef vandamálið er hjá ríkinu sem eigi að taka við þeim. Það missi aðeins rétt til þjónustu ef það sýni ekki samstarfsvilja með stjórnvöldum eða ef það neiti að fara. „Ef að ástæður þess að ekki er hægt að flytja fólk til baka til heimalandsins eru ekki viðkomandi einstakling að kenna þá eru þeir hér í þjónustu, og ég tel afar brýnt að taka það fram.“ Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Úkraína Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Guðrún kynnti fyrir helgi nýja stefnu stjórnvalda sem á að gilda til 2028 um landamærin. Síðasta stefna hafi runnið út við lok síðasta árs. Stefnan hafi verið til í september og verið kynnt Frontex, Landamærastofnun Evrópu, á þeim tíma. Aðgerðirnar séu tólf og miði að því að tryggja landamærin. Píratar hafa gagnrýnt þessa kynningu og hafa sagt að ekki verkefni starfsstjórnar að fara í svo mikla stefnumótun. Þá bendir Þórhildur Sunna á viðmið Feneyjarnefndar um að misnota aðstöðu í kosningabaráttu. Í viðmiðunum sé til dæmis fjallað um blaðamannafundi sem haldnir eru með opinberum fulltrúum valds, eins og lögreglu, það sé aðstöðumunur falinn í því. Það sé verið að misnota vald til eigin hagsmuna. Þórhildur Sunna segir þessi viðmið nefndarinnar skýr og telur rétt að innleiða þau hér til að koma í veg fyrir spillingu og misnotkun valds í aðdraganda kosninga. Guðrún segir stefnuna hafa verið til áður en starfsstjórn tók til starfa og henni hafi þótt skrítið að birta hana ekki fyrst hún væri til. Þórhildur Sunna og Guðrún ræddu málefni innflytjenda, útlendinga og landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö kerfi sem verði að vera aðskilin Þórhildur Sunna segir fullmikið gert úr flóttamannamálum í kosningabaráttunni. Hún segir vandasamt að tala um flóttamenn og blanda því við umfjöllun um aðra innflytjendur. Hún segir þetta geta valið auknum fordómum í samfélaginu gagnvart innflytjendum og fólki á flótta. Guðrún segir að það verði að gera greinarmun á umsækjendum um alþjóðlega vernd og þeim sem hingað koma til að lifa og starfa. Hún hafi verið stolt af því þegar ríkisstjórnin samþykkti heildarsýn í málaflokki innflytjenda á árinu. Inn í því séu bæði breytingar á útlendingalögum en líka fjallað um aðlögun innflytjenda. Hún segir of margar umsóknir um alþjóðlega vernd, of mikinn kostnað í kerfinu og það þurfi að tryggja brottflutning þeirra sem fá synjun. Kostnaðurinn við kerfið í fyrra hafi verið um 20 milljarðar og áætlanir hafi sýnt fram á að ef ekkert yrði gert yrði hann 28 milljarðar á þessu ári. Það verður þó ekki raunin segir Guðrún og að breytingar á útlendingalögunum hafi haft mikið um það að segja. Umsóknum hafi á milli ára fækkað um 54 prósent. Þær hafi verið um fjögur þúsund í fyrra en séu í ár um 1.500. Þá sé líka meiri árangur í því að koma þeim frá landi sem hefur verið synjað um vernd og í því að vísa fólki frá landi aftur við landamærin. Þórhildur Sunna bendir á að mesta fækkun í umsóknum hafi verið vegna fækkunar umsókna frá Úkraínu og það komi breytingum á útlendingalögum ekki við. Flóttamenn frá Úkraínu séu hér á undanþágu sem hafi verið framlengd til fimm ára. Þetta sé því frekar almenn þróun fólksflutninga í heiminum og hún sé breytileg eftir árum. Það hafi aldrei fleiri verið á flótta og fjöldinn eigi eftir að aukast. Kostnaður við það að meina fólki að vinna Þórhildur Sunna segir mesta kostnaðinn við umsóknirnar falinn í því að neita umsækjendum um efnismeðferð, að vísa þeim frá landi og að meina þeim að vinna á meðan þau bíða þess að umsóknin verði tekin til meðferðar. Þegar fólk fái landvistarleyfi fái það atvinnuleyfi en Píratar vilji að atvinnuleyfi fylgi öllum tegundum dvalarleyfa til að gera fólki kleift að vinna fyrir sér. „Þegar fólk er komið með vernd þá sest það hér að. Borgar sína eigin leigu og vinnur sína eigin vinnu. Þetta er fólkið sem vinnur í heilbrigðisstofnunum okkar, hjúkrunarrýmunum okkar og fólkið sem tekur virkan þátt í íslensku samfélagi,“ segir Þórhildur Sunna og að mörgum grunnstoðum samfélagsins sé haldið uppi af innflytjendum og fólki sem hingað hefur komið sem umsækjendur um alþjóðlega vernd. Guðrún segir að á Íslandi sé tvöfalt kerfi. Það sé dvalarleyfiskerfi og svo kerfi fyrir þau sem koma og sækja um alþjóðlega vernd. Það sé ekki hægt að blanda saman þessum kerfum. Fólk sem komi hingað úr stríði eða öðrum aðstæðum þar sem lífi þess sé stefnt í hættu sé ekki endilega í ástandi til að vinna um leið og það kemur. Það glími við áfallastreitu og það þurfi annað kerfi að taka á móti þeim en þeim sem hingað koma til að vinna. „Við erum búin að vera hér með mikinn fjölda umsókna í verndarkerfinu okkar frá fólki sem hingað með tilhæfulausar umsóknir og þarf ekki á þessari vernd að halda,“ segir Guðrún og að málaflokkurinn hafi farið úr böndunum síðustu ár. Fjölda á flótta fjölgað um allan heim Á tímabilinu 2003 til 2016 hafi verið um 1.400 umsóknir um vernd en frá 2016 til 2023 hafi verið 13.500 umsóknir. „Það er mikill barnaskapur að halda það að þessi mikli fjöldi hafi ekki áhrif á alla okkar innviði og allt okkar kerfi,“ segir Guðrún. Hún segir að hún hafi ekki farið inn í dómsmálaráðuneytið til að ala á útlendingaandúð heldur til að tryggja hagsmuni allra i landinu. Hún hafi lagt áherslu á að samræma löggjöf Íslendinga við löggjöf annarra Norðurlanda. Þórhildur Sunna segir að á þessu tímabili hafi almennt fólki fjölgað mjög í heiminum á flótta. Það sé alls ekki séríslenskt fyrirbæri. Þá segir Þórhildur Sunna það ekki rétt að Ísland sé eitt með sérreglur, það séu öll Norðurlöndin með sínar eigin reglur. Ísland sé samt eina ríkið sem svipti fólki allri þjónustu eftir að það hefur fengið synjun um alþjóðlega vernd. Oft sé erfitt að vísa þeim frá landi vegna þess að til dæmis sé ekki búið að gera móttökusamning við ríkið sem eigi að taka við þeim. Þá bendir hún á að það fólk sem er í þessari stöðu sé oft í meiri hættu á að lenda í mansali eða verða óprúttnum aðilum að bráð. Þórhildur Sunna segir það mikið ábyrgðarleysi. Guðrún segir þetta misskilning. Að fólk missi ekki þjónustu ef vandamálið er hjá ríkinu sem eigi að taka við þeim. Það missi aðeins rétt til þjónustu ef það sýni ekki samstarfsvilja með stjórnvöldum eða ef það neiti að fara. „Ef að ástæður þess að ekki er hægt að flytja fólk til baka til heimalandsins eru ekki viðkomandi einstakling að kenna þá eru þeir hér í þjónustu, og ég tel afar brýnt að taka það fram.“ Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Úkraína Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira