Fótbolti

San Marínó vann aftur og komst upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsmenn San Marínó eru búnir að vinna Liechtenstein tvisvar sinnum á stuttum tíma eftir að hafa beðið í mörg ár eftir sigri.
Liðsmenn San Marínó eru búnir að vinna Liechtenstein tvisvar sinnum á stuttum tíma eftir að hafa beðið í mörg ár eftir sigri. Getty/Giuseppe Maffia

San Marínó sýndi að sigurinn sögulegi á Liechtenstein í september var enginn tilviljun því San Marinó menn sóttu þrjú stig til Liechtenstein í kvöld.

San Marínó vann þá glæsilegan 3-1 útisigur á landsliði Liechtenstein.

Sigurinn skilar San Marínó sigri í riðlinum og um leið sæti í C-deildinni á kostnað Gíbraltar. San Marínó náði í sjö stig af tólf mögulegum í keppninni.

Liechtenstein vann aftur á móti ekki leik í riðlinum og endaði með aðeins tvö stig úr fjórum leikjum etir tvö jafntefli við Gíbraltar.

Liechtenstein komst reyndar í 1-0 í kvöld með marki Aron Sele á 40. minútu.

Lorenzo Lazzari jafnaði fyrir San Marínó á fyrstu mínútu seinni hálfleiksins og Nicola Nanni skoraði síðan úr vítaspyrnu á 66. mínútu.

Þriðja markið skoraði síðan Alessandro Golinucci á 76. mínútu og gulltryggði með því sigurinn.

Það er Moldóva sem fylgir San Marínó upp í C-deildina en Móldóvar unnu hinn riðilinn.

Malta og Gíbraltar fara í umspil um sæti í C-deild á móti liðum sem voru með bestan árangur af þeim sem enduðu í neðsta sæti í sínum riðli i C-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×