Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:17 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru ekki viðstaddir í þingsal þegar umdeild búvörulög voru samþykkt. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira