Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 14:49 Óskar Bjarni Óskarsson er einn mesti Valsmaður sem fyrirfinnst og vill félagi sínu allt það besta. vísir/Anton „Ég taldi þetta best fyrir Val,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson sem hættir sem aðalþjálfari karlaliðs Vals í handbolta næsta sumar, í þriðja sinn á ferlinum. Hann vill einnig geta fylgt sonum sínum betur eftir í atvinnumennsku erlendis. Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira