Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2024 15:15 Fred again skemmti sér eflaust vel á tónleikum félaga sinna en lét ekki sjá sig uppi á sviði. Skipuleggjendur tónleika rafdúósins í Joy anonymous sem komu fram með vinum í Hvalasafninu á laugardagskvöld segjast enga stjórn hafa haft á orðrómi þess efnis að breski plötusnúðurinn Fred again myndi koma fram á tónleikunum. Dæmi er um að miðar á tónleikana hafi gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en plötusnúðurinn var í salnum án þess þó að fara upp á svið. „Við nefndum aldrei nafn hans í neinu af okkar markaðsefni,“ segir Guðjón Böðvarsson einn skipuleggjenda tónleikanna á vegum LP Events í samtali við Vísi. Tónleikarnir fóru fram á laugardagskvöld eftir að þeim hafði verið frestað á föstudagskvöldinu þar sem ekki höfðu fengist tilskilin leyfi til slíks viðburðarhalds á Hvalasafninu. Annar skipuleggjenda Benedikt Freyr Jónsson segir tónleikana hafa heppnast prýðilega. Breski plötusnúðurinn Fred again er einn sá heitasti í heimi um þessar mundir. Hefur hann reglulega komið óvænt fram á tónleikum vina sinna í Joy Anonymous og gert með þeim hin ýmsu lög. Lögðu því flestir saman 2+2 þegar fréttist af því að plötusnúðurinn væri staddur hér á landi. „Við vorum klárlega meðvituð um það að það væri sumir þarna sem vildu sjá hann. Svo kom þetta fram í fjölmiðlum og fólk birti myndir af honum á samfélagsmiðlum, svo þessar sögusagnir voru fljótar að fara á kreik,“ segir Benedikt Freyr. „Þeir eru bestu vinir og hafa oft spilað saman áður en við sögðum aldrei að hann myndi koma á svið. Þetta var orðrómur sem við höfðum enga stjórn á, sem dreifðist mjög hratt, því miður.“ Gríðarleg eftirvænting skapaðist fyrir tónleikunum og seldist upp á þá á skotstundu. Mikil eftirspurn var enn eftir miðum þegar þeir höfðu selst upp og eru dæmi um að fólk hafi selt miða á tuttugu þúsund krónur stykkið. Guðjón segir að skipuleggjendum þyki afar leitt að heyra af því. Tónleikarnir hafi hinsvegar verið gríðarlega vel heppnaðir og úrvalslið tónlistarmanna komið fram þrátt fyrir allt. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is) Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. 14. nóvember 2024 12:15 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við nefndum aldrei nafn hans í neinu af okkar markaðsefni,“ segir Guðjón Böðvarsson einn skipuleggjenda tónleikanna á vegum LP Events í samtali við Vísi. Tónleikarnir fóru fram á laugardagskvöld eftir að þeim hafði verið frestað á föstudagskvöldinu þar sem ekki höfðu fengist tilskilin leyfi til slíks viðburðarhalds á Hvalasafninu. Annar skipuleggjenda Benedikt Freyr Jónsson segir tónleikana hafa heppnast prýðilega. Breski plötusnúðurinn Fred again er einn sá heitasti í heimi um þessar mundir. Hefur hann reglulega komið óvænt fram á tónleikum vina sinna í Joy Anonymous og gert með þeim hin ýmsu lög. Lögðu því flestir saman 2+2 þegar fréttist af því að plötusnúðurinn væri staddur hér á landi. „Við vorum klárlega meðvituð um það að það væri sumir þarna sem vildu sjá hann. Svo kom þetta fram í fjölmiðlum og fólk birti myndir af honum á samfélagsmiðlum, svo þessar sögusagnir voru fljótar að fara á kreik,“ segir Benedikt Freyr. „Þeir eru bestu vinir og hafa oft spilað saman áður en við sögðum aldrei að hann myndi koma á svið. Þetta var orðrómur sem við höfðum enga stjórn á, sem dreifðist mjög hratt, því miður.“ Gríðarleg eftirvænting skapaðist fyrir tónleikunum og seldist upp á þá á skotstundu. Mikil eftirspurn var enn eftir miðum þegar þeir höfðu selst upp og eru dæmi um að fólk hafi selt miða á tuttugu þúsund krónur stykkið. Guðjón segir að skipuleggjendum þyki afar leitt að heyra af því. Tónleikarnir hafi hinsvegar verið gríðarlega vel heppnaðir og úrvalslið tónlistarmanna komið fram þrátt fyrir allt. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is)
Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. 14. nóvember 2024 12:15 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. 14. nóvember 2024 12:15