Viðskipti innlent

Upp­sagnir hjá Controlant

Atli Ísleifsson skrifar
Gísli Herjólfsson er forstjóri Controlant.
Gísli Herjólfsson er forstjóri Controlant. Vísir/Vilhelm

Tugum starfsmanna hefur verið sagt upp hjá Controlant í morgun.

Mbl greinir frá þessu í dag þar segir að um sé að ræða að minnsta kosti fimmtíu manns, þar af fjölda millistjórnenda og vel flestum í þróunarteymi félagsins.

Lára Hilmarsdóttir, samskiptastjóri Controlant, segist í samtali við fréttastofu ekkert geta tjá sig um málið að svo stöddu. Von sé á tilkynningu frá fyrirtækinu eftir hádegi.

Fréttir bárust af því í lok ágúst síðastliðinn að 150 minns hefði verið sagt upp hjá Controlant. Þá störfuðu um 290 manns hjá fyrirtækinu sem óx á miklum hraða í heimsfaraldri með lykilhlutverk í dreifingu bóluefna.

Þá var sagt að krefjandi aðstæður á alþjóðamörkuðum og tafir í nýfjárfestingum hafi markað rekstrarumhverfið. Controlant þjónusti eftirlitsskyldan iðnað og hafi langt sölu- og innleiðingarferli einnig haft áhrif á verkefnastöðu, sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu þá. Því hefði fyrirtækið neyðst til að grípa til aðgerða, þar með talið fækkun starfsfólks, til þess að draga úr rekstrarkostnaði og aðlaga starfsemi félagsins að þeim verkefnum sem framundan væru.

Þá var 79 starfsmönnum sagt upp hjá fyrirtækinu í nóvember á síðasta ári. 

Fréttin verður uppfærð.


Tengdar fréttir

Hundrað og fimmtíu missa vinnuna hjá Controlant

Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant hefur sagt upp 150 starfsmönnum, um þriðjungi starfsmanna, í hagræðingaraðgerðum. Nú starfa 290 manns hjá fyrirtækinu sem óx á ógnarhraða í heimsfaraldri með lykilhlutverk í dreifingu bóluefna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×