Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 08:01 Róbert Orri Þorkelsson virtist varla trúa eigin augum eftir sjálfsmarkið. Skjáskot/TV2 Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson skoraði hreint ótrúlegt sjálfsmark og er eflaust manna fegnastur yfir því að lið hans Kongsvinger skuli vera komið áfram í næstu umferð umspils um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. „Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni. Norski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Sjá meira
„Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni.
Norski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Sjá meira