Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2024 21:36 Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Brunavarnir Suðurnesja sinntu krefjandi verkefni í nótt, þegar eldur kom upp í eggjabúi á Vatnsleysuströnd. Baráttan við eldinn fór fram í sex stiga frosti og stóð yfir í margar klukkustundir. Mikil áskorun var að tryggja að eldur breiddist ekki yfir í fleiri byggingar. Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira