Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2024 20:06 Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum, sem hefur meira en nóg að gera að undirbúa jólin með fjölbreyttum verkefnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum. Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira